22:03
Rokkland
Grammy 2025 og Þorgeir og Bob Dylan
Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.

Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson

Grammy verðlaunin verða afhent í kvöld í Los Angeles í 67 sinn og við ætlum aðeins að skoða þau í fyrri hluta þáttarins.

Oscarsverðlaunin verða svo afhent eftir mánuð, sunnudagskvöldið 2. mars og leikna heimildarmyndin um Bob Dylan, A complete unknown er með 8 tilnefningar.

En hver er hann þessi Bob Dylan eiginlega? Og er hann eitthvað merkilegur? Þorgeir Tryggvason sem við þekkjum úr Kiljunni hjá Agli Helgasyni og liðsmaður Ljótu Hálfvitanna er Dylan-maður og ætlar að reyna að svara þessum spurningum. Hann fékk líka það verkefni að velja 10 lög með Dylan sem við ætlum að hlusta á brot úr amk – frá fyrstu árunum, af fyrstu plötunum hans – en myndin sem er tilnefnd til allra þessara verðlauna segir frá upphafsárum Dylans í New York, 1961 – 1965 þar sem hann breytist úr björtustu von þjóðlagatónlistarinnar í Bandaríkjunum, ungan mann sem syngur lög um áréttlæti heimsins, í rokkara með sólgleraugu og rafmagnsgítar sem syngur um eitthvað allt annað en það.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 49 mín.
e
Endurflutt.
,