16:05
Víðsjá
Snorri Sigfús Birgisson, Pull í Rýmd, Duna/rýni
Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Snorri Sigfús Birgisson verður einn af gestum Víðsjár í dag. Við ræðum verkið Fantasy and Clockwork sem Snorri Sigfús samdi og tileinkaði vini sínum, Hreini Friðfinnssyni myndlistarmanni. Hreinn varð áttræður í febrúar 2023 og skipulögðu vinir hans óvænta veislu af því tilefni, þar sem Snorri Sigfús frumflutti verkið. Við heyrum af veislunni, tilurð verksins og innblæstri, en þeir Snorri Sigfús og Hreinn kynntust á námsárunum í Amsterdam.

Við heyrum einnig rýni Soffíu Auðar Birgisdóttur í Dunu, sögu af kvikmyndagerðakonu, eftir þær Kristínu Svövu Tómasdóttur og Guðrúnu Elsu Bragadóttur, og við hittum Völu Sigþrúðar Jónsdóttur á sýningu hennar Pull, í sýningarsalnum Rýmd í Breiðholti.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,