Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Alþingi verður sett í dag. Í stórum hópi nýrra þingmanna eru Ingibjörg Davíðsdóttir Miðflokknum og Ása Berglind Hjálmarsdóttir Samfylkingunni. Þær spjölluðu um nýja starfið og stjórnmálin yfir kaffibolla.
Mikill þungi hefur færst í kosningabaráttuna í Þýskalandi. Málflutningur Merz, leiðtoga Kristilegra demókrata í útlendingamálum hefur vakið úlfúð. Arthur Björgvin Bollason sagði frá og líka frá minnkandi bjórdrykkju Þjóðverja.
Sögur af fálkaveiðum fyrir kónga á Norðurlöndunum voru rifjaðar upp. Það gerði Ólafur Karl Nielsen fuglafræðingur. Hér voru slíkar veiðar stundaðar öldum saman, allt fram yfir aldamótin 1800. Ólafur sagði líka frá stöðu fálkastofnsins í dag - hún er slæm, fuglaflensan hefur höggvið skarð.
Tónlist:
The Highwayman - Jimmy Webb og Mark Knopfler,
Djúp dögun - höf: Þröstur Sigtryggsson
The promise - Kris Kristofferson,
Die Kleine kneipe in meiner Strasse - Peter Alexander.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Um helgina fór fram fundur á vegum Umboðsmanns barna í samvinnu við ungmennaráðin á höuðborgarsvæðinu og UNICEF þar sem málefni Strætó voru rædd. Markmið fundarins var að koma á formlegum umræðum milli barna og ungmenna, Strætó og sveitastjórnum um umbætur á strætókerfinu með hag barna að leiðarljósi. Þau Dagur Jónsson og Júlíanna Rós Skúladóttir voru tveir af fulltrúum ungmenna á fundinum, þau voru hjá okkar í dag og sögðu okkur frá því helsta sem ungmennin komu á framfæri á fundinum, til dæmis öryggismál og samskipti við vagnstjóra og hvernig var tekið í tillögurnar.
64 ára gamall húsasmiður og innanhúsarkitekt úr Hafnarfirði var að gefa út sína fyrstu bók, ljóðabók sem heitir Þú ert engill. Hans Unnþór Ólason heitir höfundurinn og hefur fengist við að raða saman orðum í rúmlega hálfa öld og yrkisefnið í þessari ljóðabók er konan hans Helena Mjöll en hann segir að hún sé engill í mannsmynd. Við töluðum við Hans í dag.
Einar Sveinbjörnsson kom svo til okkar í Veðurspjallið í dag. Hann talaði um ótíðina að undanförnu og djúpar lægðir á Atlantshafinu. Svo sagði hann okkur frá veðurspám sem verða sífellt nákvæmari og hvernig verkefni veðurfræðinga hefur því breyst frá því að spá í veðrið yfir í að túlka og vara við á réttum tíma og stöðum og þar mun gervigreindin, eða hermigreindin, gegna miklu hlutverki í túlkun veðurspárinnar. Svo ræddi hann um vetrarvertíð til forna sem hófst eftir Kyndilmessu (2.feb) og erfiða sjósókn um hávetur. Einar horfði svo til verstöðvarinnar í Dritvík og við enduðum á lestri Jóns Helgasonar á Áföngum, 3. erindi um Dritvík.
Tónlist í þættinum í dag:
Önnur sjónarmið / Edda Heiðrún Bachman (Hilmar Oddsson)
Dagný / Eivör Pálsdóttir og Egill Ólafsson (Sigfús Halldórsson og Tómas Guðmundsson)
Ást / Orri Harðarson (Orri Harðarson)
Óbyggðirnar kalla / KK & Magnús Eiríksson (Kristján Kristjánsson og Magnús Eiríksson)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Útvarpsfréttir.
Umsjón hefur Þórir Már Jónsson stjórnarmaður í Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness.
Útvarpsfréttir.
Formaður Bændasamtakanna furðar sig á að ríkisstjórnin ætli að fella úr gildi umdeildar breytingar á búvörulögum, áður en Hæstiréttur kveður upp úr um lögmæti þeirra.
Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í deilu kennara, ríkis og sveitarfélaga. Formaður Kennarasambandsins segir samninganefndirnar reyna að finna flöt á samtali.
Suðvestan illviðri gengur yfir allt landið á morgun og fimmtudag. Búist er við miklum vatnavöxtum og samgöngutruflunum
Tillaga um vantraust verður líklega lögð fram á ríkisstjórn Frakklands á morgun, eftir að forsætisráðherrann þröngvaði fjárlögum gegnum þingið án atkvæðagreiðslu.
Viðskiptastríð á milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins gæti haft mikil áhrif hér segir sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins. Ísland þurfi að sækja um undanþágu frá hugsanlegum verndartollum.
Leiðtogar ríkja í Evrópusambandinu stefna að því að stórauka útgjöld til varnarmála á næstu árum. Ekki liggur fyrir samkomulag um hvernig eigi að fjármagna sameiginleg verkefni.
Endurnýjuð stjórn norska Verkamannaflokksins tók við völdum í morgun. Mesta athygli vekur nýr fjármálaráðherra Jens Stoltenberg, fyrrverandi framkvæmdastjóri NATO.
Bandaríska skíðakonan Lindsey Vonn snýr aftur eftir sex ára hlé á heimsmeistaramót í alpagreinum sem hefst í Austurríki í dag.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Sigríður Ingvarsdóttir lét skyndilega af störfum rétt fyrir jólin. Hún hafði verið í starfinu í tvö hálft ár og var ráðin af meirihlutanum þar til 2026. A-listi jafnaðarfólks og Sjálfstæðisflokkurinn mynda þennan meirihluta.
Starfslok bæjarstjórans hafa ekki verið útskýrð og vilja forsetans ekki veita viðtal um þau.
Starfslok bæjarstjórans hafa vakið undrun og spurningar í Fjallabyggð. Viðmælendur Þetta helst í sveitarfélaginu segja allir að starfslok bæjarstjórans hafi komið íbúum í opna skjöldu. Þá starfsmenn sveitarfélagsins sem unnu undir og með Sigríði ekki heldur fengið svör um ástæður starfslokanna.
Í kjölfarið á starfslokum Sigríðar birtist gagnrýnin skýrsla um stjórnsýsluna í sveitarfélaginu. Þar kemur meðal annars kemur fram að ekki sé til starfslýsing fyrir bæjarstjóra.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Samfélagið er í styttri kantinum í dag vegna þingsetningar. Engu að síður fáum við fáum tæpan hálftíma saman, og á þessum hálftíma ætlum við meðal annars að fjalla um íþróttir og siðferði. Íþróttaþvottur er hluti af siðferðilegum þvottabrögðum þar sem aðilar reyna að losna undan gagnrýni á siðferðilegt inntak starfsemi eða stjórnarhátta með því að skreyta sig með dygðugum verkefnum. Nokkurn veginn svona hefst svar Henrys Alexanders Henryssonar siðfræðings á vísindavefnum, þar sem hann gerir leikmannakaup sádí-arabískra knattspyrnuliða að umfjöllunarefni sínu. Við heimsækjum Henry Alexander í dag, ræðum íþróttaþvott, sádí-arabíska knattspyrnu og ýmislegt fleira sem tengist íþróttum og siðferði.
Og síðan fáum við pistil frá Páli Líndal, umhverfissálfræðingi og pistlahöfundi Samfélagsins. Við endurflytjum í dag pistil frá því fyrir tveimur árum, sem á alveg jafn vel við í dag, um borgarmyndir og notalegar götur.
Bein útsending frá guðsþjónustu í Dómkirkjunni og setningu Alþingis.
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Útvarpsfréttir.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Snorri Sigfús Birgisson verður einn af gestum Víðsjár í dag. Við ræðum verkið Fantasy and Clockwork sem Snorri Sigfús samdi og tileinkaði vini sínum, Hreini Friðfinnssyni myndlistarmanni. Hreinn varð áttræður í febrúar 2023 og skipulögðu vinir hans óvænta veislu af því tilefni, þar sem Snorri Sigfús frumflutti verkið. Við heyrum af veislunni, tilurð verksins og innblæstri, en þeir Snorri Sigfús og Hreinn kynntust á námsárunum í Amsterdam.
Við heyrum einnig rýni Soffíu Auðar Birgisdóttur í Dunu, sögu af kvikmyndagerðakonu, eftir þær Kristínu Svövu Tómasdóttur og Guðrúnu Elsu Bragadóttur, og við hittum Völu Sigþrúðar Jónsdóttur á sýningu hennar Pull, í sýningarsalnum Rýmd í Breiðholti.
Útvarpsfréttir.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.
Fréttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Ævintýrið um Öskubusku er mörg hundruð, jafnvel þúsund ára gömul þjóðsaga sem er til í óteljandi útgáfum um allan heim. Í þessum þáttum fáum við að kynnast hinum Öskubuskunum, sem margar hverjar eiga sér myrkari hliðar en Disney Öskubuskan sem í hugum margra er hin eina sanna Öskubuska. Við ferðumst fram og til baka í tíma og rúmi með það að markmiði að gera góða sögu enn betri og kannski hræða okkur dálítið inn á milli með drungalegum tilbrigðum sögunnar.
Umsjón: Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir.
Í þessum þætti bregðum við okkur alla leið til Kína og kynnumst ævintýrinu um Ye-Xian og galdrafiskinn sem var fyrst skráð í kringum árið 850.
Umsjón: Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir.
Veðurfregnir kl. 18:50.
Dánarfregnir.
Tónleikahljóðritanir með innlendum og erlendum flytjendum.
Frá Myrkum músíkdögum, nýafstaðinni tónlistarhátíð Tónskáldafélag Íslands.
Hjóðritun frá tónleikum Hildigunnar Einarsdóttur messósópran og Guðrúnar Dalíu Salómonsdóttur píanóleikara, sem fram fóru í Norðurljósum, Hörpu, 25. janúar sl.
Á efnisskrá:
*Hvíld eftir Huga Guðmundsson.
*Nú legg ég augun aftur eftir Finn Karlsson.
*Vatn Ýrist, kantata fyrir söngrödd og píanó eftir Steinunni Arnbjörgu Stefánsdóttur - frumflutningur.
*Ísfrétt eftir Ingibjörgu Ýri Skarphéðinsdóttur.
*Íslands milljón ár eftir Pál Ivan frá Eiðum.
*Fimm lög úr "Þá er að rífa sig upp úr dottinu" eftir Kolbein Bjarnason - frumflutningur.
Umsjón: Bergljót Haraldsdóttir.
Ljósmynd: Brian Fitzgibbon/Myrkir músíkdagar
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Samfélagið er í styttri kantinum í dag vegna þingsetningar. Engu að síður fáum við fáum tæpan hálftíma saman, og á þessum hálftíma ætlum við meðal annars að fjalla um íþróttir og siðferði. Íþróttaþvottur er hluti af siðferðilegum þvottabrögðum þar sem aðilar reyna að losna undan gagnrýni á siðferðilegt inntak starfsemi eða stjórnarhátta með því að skreyta sig með dygðugum verkefnum. Nokkurn veginn svona hefst svar Henrys Alexanders Henryssonar siðfræðings á vísindavefnum, þar sem hann gerir leikmannakaup sádí-arabískra knattspyrnuliða að umfjöllunarefni sínu. Við heimsækjum Henry Alexander í dag, ræðum íþróttaþvott, sádí-arabíska knattspyrnu og ýmislegt fleira sem tengist íþróttum og siðferði.
Og síðan fáum við pistil frá Páli Líndal, umhverfissálfræðingi og pistlahöfundi Samfélagsins. Við endurflytjum í dag pistil frá því fyrir tveimur árum, sem á alveg jafn vel við í dag, um borgarmyndir og notalegar götur.
Guðrún Borgfjörð var dóttir Jóns Borgfirðings og systir Klemensar Jónssonar landritara og Finns Jónssonar prófessors. Hún var ekki studd til mennta eins og þeir þó hún væri bókhneigð og fróðleiksfús. Klemens bróðir Guðrúnar hvatti hana til að rita endurminningar sínar. Hún bregður upp mynd af æskuheimili sínu, lýsir hversdagslífinu, samtímanum, atburðum sem hún tók þátt í og fólki sem hún kynntist.
Jón Aðils les.
(Áður á dagskrá 1973)
Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Um helgina fór fram fundur á vegum Umboðsmanns barna í samvinnu við ungmennaráðin á höuðborgarsvæðinu og UNICEF þar sem málefni Strætó voru rædd. Markmið fundarins var að koma á formlegum umræðum milli barna og ungmenna, Strætó og sveitastjórnum um umbætur á strætókerfinu með hag barna að leiðarljósi. Þau Dagur Jónsson og Júlíanna Rós Skúladóttir voru tveir af fulltrúum ungmenna á fundinum, þau voru hjá okkar í dag og sögðu okkur frá því helsta sem ungmennin komu á framfæri á fundinum, til dæmis öryggismál og samskipti við vagnstjóra og hvernig var tekið í tillögurnar.
64 ára gamall húsasmiður og innanhúsarkitekt úr Hafnarfirði var að gefa út sína fyrstu bók, ljóðabók sem heitir Þú ert engill. Hans Unnþór Ólason heitir höfundurinn og hefur fengist við að raða saman orðum í rúmlega hálfa öld og yrkisefnið í þessari ljóðabók er konan hans Helena Mjöll en hann segir að hún sé engill í mannsmynd. Við töluðum við Hans í dag.
Einar Sveinbjörnsson kom svo til okkar í Veðurspjallið í dag. Hann talaði um ótíðina að undanförnu og djúpar lægðir á Atlantshafinu. Svo sagði hann okkur frá veðurspám sem verða sífellt nákvæmari og hvernig verkefni veðurfræðinga hefur því breyst frá því að spá í veðrið yfir í að túlka og vara við á réttum tíma og stöðum og þar mun gervigreindin, eða hermigreindin, gegna miklu hlutverki í túlkun veðurspárinnar. Svo ræddi hann um vetrarvertíð til forna sem hófst eftir Kyndilmessu (2.feb) og erfiða sjósókn um hávetur. Einar horfði svo til verstöðvarinnar í Dritvík og við enduðum á lestri Jóns Helgasonar á Áföngum, 3. erindi um Dritvík.
Tónlist í þættinum í dag:
Önnur sjónarmið / Edda Heiðrún Bachman (Hilmar Oddsson)
Dagný / Eivör Pálsdóttir og Egill Ólafsson (Sigfús Halldórsson og Tómas Guðmundsson)
Ást / Orri Harðarson (Orri Harðarson)
Óbyggðirnar kalla / KK & Magnús Eiríksson (Kristján Kristjánsson og Magnús Eiríksson)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.
Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, verður gestur minn í upphafi þáttar en ríkisstjórnin samþykkti í gær aðgerðir til að fjölga lögreglumönnum. Við ræðum þær og annað sem tengist lögreglunni í þingmálaskránni sem birt var í gær.
Mögulegt tollastríð að frumkvæði Bandaríkjanna hefur skapað ólgu og leitt til töluverða lækkana á hlutabréfamörkuðum. Ég ætla að ræða stöðuna hér heima og áhrif alþjóðamálanna við Magnús Harðarson, forstjóra Kauphallarinnar.
Og Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að banna fjarvinnu hjá fjölda opinberra starfsmanna og skipað þeim að mæta aftur í staðvinnu eins fljótt og hægt er, með þeim rökum að margir muni ekki láta sjá sig og hafi jafnvel verið í annarri vinnu á sama tíma og þeir þáðu laun í fjarvinnu hjá ríkinu. Í úttekt Forbes í gær kom fram að 14 prósent starfsmanna hjá stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna hafi sagt upp störfum eftir að dregið var úr fjarvinnu og krafa gerð um mætingu fimm daga vikunnar. Ég ræði þessar breytingar við Adríönu Karólínu Pétursdóttur, formann Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi.
Formenn ríkisstjórnarflokkanna kynntu í gær verkefnalistann á vorþingi og þingmálaskrá. Til að rýna í þetta allt saman koma til mín Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar.
Sævar Helgi Bragason, vísindasérfræðingur Morgunútvarpsins, ræðir við mig um fréttir úr heimi vísindanna.
Sturla Brynjólfsson, barnasálfræðingur, verður gestur minn í lok þáttar þegar við ræðum áhrif kennaraverkfallsins á þau rúmlega fimm þúsund börn sem nú sitja heima og hvernig foreldrar geta skipulagt tímann svo börnunum líði sem best.
Létt spjall og lögin við vinnuna.
VIð heyrðum um fyrstu útgáfu Post Malone sem kom út fyrir nákvæmlega 10 árum, könnuðum aðeins vinsældarsögu Lolu Young, mest spilaða lagið í bandarísku útvarpi á síðustu öld og tvö lög úr Söngvakeppninni 2025.
Izleifur á plötu vikunnar og Einsmellurinn og smellaeltirinn kom frá Cosa Nostra, Máni Svavarsson sagði okkur söguna.
Tónlist frá útsendingarlogg 2025-02-04
Bríet - Sólblóm.
PRINS POLO - Líf ertu að grínast.
Thee Sacred Souls - Live for You.
KÁRI EGILSSON - Midnight Sky.
LEAVES - Catch.
CARPENTERS - Only Yesterday.
Chappell Roan - Pink Pony Club.
Blow Monkeys, The - It doesn't have to be this way.
JAKE BUGG - Lightning Bolt.
CORNERSHOP - Brimful of Asha (Norman Cook Remix).
BLAZROCA OG ÁSGEIR TRAUSTI - Hvítir skór.
Johnny King, Goldies - Nútíma kúreki.
Rúnar Þórisson - Þær klingja.
Una Torfadóttir - Dropi í hafi.
VÆB - Róa.
Páll Óskar Hjálmtýsson, Benni Hemm Hemm - Allt í lagi.
DEPECHE MODE - Shake The Disease.
Júníus Meyvant - When you touch the sky.
Sigríður Beinteinsdóttir, Celebs - Þokan.
STONE ROSES - Made of stone.
Dean, Olivia, Ezra Collective - No Ones Watching Me.
RED HOT CHILI PEPPERS - Suck my kiss.
Örn Gauti Jóhannsson, Isadóra Bjarkardóttir Barney, Vilberg Andri Pálsson, Matthews, Tom Hannay - Stærra.
RIGHTEOUS BROTHERS - You've Lost That Lovin' Feelin'.
HILDUR - I'll Walk With You.
Celeste - Everyday.
TRAIN - Drops of Jupiter.
Björn Jörundur Friðbjörnsson, Emmsjé Gauti, Fjallabræður - Fullkominn dagur til að kveikja í sér.
Stebbi JAK - Frelsið mitt.
Sigur Rós - Gold.
POST MALONE - Mourning.
Inspector Spacetime - Smástund.
Elín Hall - barnahóstasaft.
Fat Dog - Peace Song.
KYLIE MINOGUE - All The Lovers.
ELTON JOHN - Rocket Man (I Think It's Going To Be A Long Long Time).
Young, Lola - Messy.
Izleifur, Issi - Ég á móti mér.
Agla Bríet Bárudóttir - Stjörnur skína.
ROLLING STONES - Get off of my cloud.
JOHNNY CASH - Hurt.
Einsmellungar og smellaeltar - Cosa Nostra - Waiting for an answer
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Formaður Bændasamtakanna furðar sig á að ríkisstjórnin ætli að fella úr gildi umdeildar breytingar á búvörulögum, áður en Hæstiréttur kveður upp úr um lögmæti þeirra.
Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í deilu kennara, ríkis og sveitarfélaga. Formaður Kennarasambandsins segir samninganefndirnar reyna að finna flöt á samtali.
Suðvestan illviðri gengur yfir allt landið á morgun og fimmtudag. Búist er við miklum vatnavöxtum og samgöngutruflunum
Tillaga um vantraust verður líklega lögð fram á ríkisstjórn Frakklands á morgun, eftir að forsætisráðherrann þröngvaði fjárlögum gegnum þingið án atkvæðagreiðslu.
Viðskiptastríð á milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins gæti haft mikil áhrif hér segir sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins. Ísland þurfi að sækja um undanþágu frá hugsanlegum verndartollum.
Leiðtogar ríkja í Evrópusambandinu stefna að því að stórauka útgjöld til varnarmála á næstu árum. Ekki liggur fyrir samkomulag um hvernig eigi að fjármagna sameiginleg verkefni.
Endurnýjuð stjórn norska Verkamannaflokksins tók við völdum í morgun. Mesta athygli vekur nýr fjármálaráðherra Jens Stoltenberg, fyrrverandi framkvæmdastjóri NATO.
Bandaríska skíðakonan Lindsey Vonn snýr aftur eftir sex ára hlé á heimsmeistaramót í alpagreinum sem hefst í Austurríki í dag.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.
Poppland var þétt eins og vanalega, Siggi og Lovísa stýrðu þættinum og spiluðu fjölbreytta tónlist. Árni Matt kíkti undir yfirborðið, plata vikunnar á sínum stað, upphitun fyrir Söngvakeppnina og margt fleira sniðugt.
Einar Lövdahl - Um mann sem móðgast.
Guðmundur Jónsson Söngvari - Eyjólfur.
THE POLICE - Roxanne.
HALL & OATES - Family Man (80).
MIKE OLDFIELD & MAGGIE REILEY - Moonlight Shadow.
Crockett, Charley - Solitary Road.
Jade Bird - Uh Huh.
JÚNÍUS MEYVANT - Gold laces.
Karl Olgeirsson - Janúar.
Royel Otis - Murder on the Dancefloor (triple j Like A Version).
Ágúst Þór Brynjarsson - Eins og þú.
Árný Margrét - Day Old Thoughts.
Daniil, Izleifur - Andvaka.
ROMY - Enjoy Your Life.
Helgi Björnsson - Kókos og engifer.
Kiwanuka, Michael - The Rest Of Me.
Khruangbin - So We Won't Forget.
Daði Freyr Pétursson - I'm not bitter.
Bía - Norðurljós.
David, Damiano - Born With A Broken Heart.
TALKING HEADS - Once In A Lifetime.
Ferreira, Sky - Leash.
GEORGE MICHAEL - Father Figure (80).
THE CRANBERRIES - Linger.
Bryan, Zach - This World's A Giant.
Jón Jónsson - When You're Around.
Superserious - Duckface.
Unnsteinn Manuel - Lúser.
Valdimar Guðmundsson Tónlistarm., Issi - Gleyma.
Salka Sól Eyfeld - Tímaglas.
Hildur - Dúnmjúk.
Jade - Fantasy.
Izleifur - Plástur.
Doechii - Denial is a River (Clean).
ELECTRIC LIGHT ORCHESTRA - All over the world.
BEYONCÉ - Halo.
BIRGO - Ég flýg í storminn.
Käärijä - Cha Cha Cha.
HERRA HNETUSMJÖR - Elli Egils.
LÓN - Rainbow.
GIGI PEREZ - Sailor Song.
Útvarpsfréttir.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Útvarpsfréttir.
Fréttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.
Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
Grammy verðlaunin verða afhent í kvöld í Los Angeles í 67 sinn og við ætlum aðeins að skoða þau í fyrri hluta þáttarins.
Oscarsverðlaunin verða svo afhent eftir mánuð, sunnudagskvöldið 2. mars og leikna heimildarmyndin um Bob Dylan, A complete unknown er með 8 tilnefningar.
En hver er hann þessi Bob Dylan eiginlega? Og er hann eitthvað merkilegur? Þorgeir Tryggvason sem við þekkjum úr Kiljunni hjá Agli Helgasyni og liðsmaður Ljótu Hálfvitanna er Dylan-maður og ætlar að reyna að svara þessum spurningum. Hann fékk líka það verkefni að velja 10 lög með Dylan sem við ætlum að hlusta á brot úr amk – frá fyrstu árunum, af fyrstu plötunum hans – en myndin sem er tilnefnd til allra þessara verðlauna segir frá upphafsárum Dylans í New York, 1961 – 1965 þar sem hann breytist úr björtustu von þjóðlagatónlistarinnar í Bandaríkjunum, ungan mann sem syngur lög um áréttlæti heimsins, í rokkara með sólgleraugu og rafmagnsgítar sem syngur um eitthvað allt annað en það.