13:00
Samfélagið
Íþróttaþvottur og borgarmyndir
Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Samfélagið er í styttri kantinum í dag vegna þingsetningar. Engu að síður fáum við fáum tæpan hálftíma saman, og á þessum hálftíma ætlum við meðal annars að fjalla um íþróttir og siðferði. Íþróttaþvottur er hluti af siðferðilegum þvottabrögðum þar sem aðilar reyna að losna undan gagnrýni á siðferðilegt inntak starfsemi eða stjórnarhátta með því að skreyta sig með dygðugum verkefnum. Nokkurn veginn svona hefst svar Henrys Alexanders Henryssonar siðfræðings á vísindavefnum, þar sem hann gerir leikmannakaup sádí-arabískra knattspyrnuliða að umfjöllunarefni sínu. Við heimsækjum Henry Alexander í dag, ræðum íþróttaþvott, sádí-arabíska knattspyrnu og ýmislegt fleira sem tengist íþróttum og siðferði.

Og síðan fáum við pistil frá Páli Líndal, umhverfissálfræðingi og pistlahöfundi Samfélagsins. Við endurflytjum í dag pistil frá því fyrir tveimur árum, sem á alveg jafn vel við í dag, um borgarmyndir og notalegar götur.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 25 mín.
,