12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 4.febrúar 2025
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Formaður Bændasamtakanna furðar sig á að ríkisstjórnin ætli að fella úr gildi umdeildar breytingar á búvörulögum, áður en Hæstiréttur kveður upp úr um lögmæti þeirra.

Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í deilu kennara, ríkis og sveitarfélaga. Formaður Kennarasambandsins segir samninganefndirnar reyna að finna flöt á samtali.

Suðvestan illviðri gengur yfir allt landið á morgun og fimmtudag. Búist er við miklum vatnavöxtum og samgöngutruflunum

Tillaga um vantraust verður líklega lögð fram á ríkisstjórn Frakklands á morgun, eftir að forsætisráðherrann þröngvaði fjárlögum gegnum þingið án atkvæðagreiðslu.

Viðskiptastríð á milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins gæti haft mikil áhrif hér segir sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins. Ísland þurfi að sækja um undanþágu frá hugsanlegum verndartollum.

Leiðtogar ríkja í Evrópusambandinu stefna að því að stórauka útgjöld til varnarmála á næstu árum. Ekki liggur fyrir samkomulag um hvernig eigi að fjármagna sameiginleg verkefni.

Endurnýjuð stjórn norska Verkamannaflokksins tók við völdum í morgun. Mesta athygli vekur nýr fjármálaráðherra Jens Stoltenberg, fyrrverandi framkvæmdastjóri NATO.

Bandaríska skíðakonan Lindsey Vonn snýr aftur eftir sex ára hlé á heimsmeistaramót í alpagreinum sem hefst í Austurríki í dag.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
,