22:03
Plata vikunnar
Kári Egilsson - My Static World
Plata vikunnar

Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.

Platan My Static World með Kára Egilssyni er plata vikunnar á Rás 2 dagana 7.-11. apríl. Platan er þriðja plata Kára, og er önnur poppplatan hans. Fyrri plötur eru djassplatan Óróapúls og poppplatan Palm Trees in the snow sem báðar komu út 2023.

Kári stundar tónlistarnám í Berkely-háskólanum og var heima fyrir stuttu til að kynna plötuna, í miðannafríi - eða spring break. Albert Finnbogason stjórnaði upptökum á plötunni og Salóme Katrín syngur í nokkrum lagana.

Kári settist niður með Margréti Erlu Maack og ræddu þau um plötuna.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 55 mín.
,