14:03
Sígild og samtímatónlist
Sígild og samtímatónlist
Sígild og samtímatónlist

Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.

Tónlistin í þættinum:

Una Sveinbjarnardóttir leikur á fiðlu og Tinna Þorsteinsdóttir á píanó, þær leika Meditation úr Thaïs eftir Jules Emile Frédéric Massenet. (sækja í Kistu)

Roger Myers leikur einleik á víólu ásamt Sinfóníuhljómsveit Lundúna (London Symphony Orchestra í Víólusónötu op. 147 eftir Dmitíj Shostakovitsj. Vladimir Mendelssohn útsetti. Stjórnandi er Michael Francis.

Verkið er í þremur þáttum:

1 Moderato

2 Allegretto

3 Adagio

Jacqueline du Pré leikur á selló, Daniel Barenboim leikur með á píanó, þau flytja þriðja þátt, Largo úr Sónötu fyrir selló og píanó í g-moll op. 65 eftir Fréderic Chopin.

Nemendur úr Juilliard hálskólanum og Konunglega tónlistarháskólanum í Lundúnum leika undir stjórn Charlotte Corderoy, Concertino fyrir tólf hljóðfæri, K035 eftir Ígor Stravínskíj.

Vorhiminn, úr verkinu Málmglettum eftir Birki Frey Matthíasson.

Flytjendur: Einar Steinþór Jónsson, 1. trompet; Eiríkur Örn Pálsson, 2. trompet; Stefán Jón Bernharðsson, horn; Jón Arnar Einarsson, básúna; Tom Yaron Meyerson, túba. Hljóðritun gefin út í maí 2024

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir syngur, Francisco Javier Jáuregui leikur á gítar. Þau flytja lagið Gakktu hægt eftir Atla Heimi Sveinsson. Textinn er þjóðkvæði. Útsetninguna gerði Francisco Javier Járegui.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,