13:00
Samfélagið
Smalastúlkur, drykkjurútar og galdranornir, áhrif hamfarahlýnunar á tilfinningalífið og unga fólkið árið 1948
Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Smalastúlkur, drykkjurútar og galdranornir verða á dagskrá þáttarins í dag - en samkvæmt rannsókn Dagrúnar Óskar Jónsdóttur, aðjúnkts í þjóðfræði við Háskóla Íslands eru það helstu birtingarmyndir kvenna í íslenskum þjóðsögum.

Og síðan ætlum við að velta fyrir okkur áhrifum hamfarahlýnunar á tilfinningalíf okkar. Ola Martin Sandberg er heimspekingur og nýdoktor við Háskóla Íslands sem hefur um nokkurt skeið velt fyrir sér siðferðilegu sambandi okkar við náttúruna.

Og í lok þáttar fáum við að skyggnast inn í hugarheim ungs manns fyrir hátt í áttatíu árum með Helgu Láru Þorsteinsdóttur safnstjóra RÚV.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,