12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 28. desember 2024
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Við þurfum að bíða og sjá hvort herlið fær aftur varanlega viðveru á Íslandi, segir utanríkisráðherra. Slík viðvera hafi fælingarmátt. Gera þurfi það sem þarf til að tryggja öryggi og varnir landsins.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin fordæmir árás Ísraelshers á eina starfhæfa sjúkrahúsið sem eftir var í norðurhluta Gaza. Kveikt var í skurðstofum, nokkrir starfsmenn drepnir og forstjórinn handtekinn. Ísraelsmenn segja spítalann hafa verið vígi hryðjuverkamanna, en Hamas þvertaka fyrir það.

Óeining er innan Sjálfstæðisflokksins vegna hugmynda um að seinka til hausts landfundi flokksins sem átti að vera í febrúar. Bjarni Benediktsson hefur ekki ákveðið hvort hann gefur áfram kost á sér til formennsku.

Björgunarsveitir munu ekki halda áfram leit á Reykjanesskaga í dag, vegna boða sem bárust úr neyðarsendi í gær. Líklegra þykir en ekki að merkið hafi verið snet út fyrir slysni eða bilun í búnaði.

Lögreglumaður og almennur borgari eru látnir eftir skotbardaga í Noregi í nótt. Þetta er í fyrsta skipti í tuttugu ár sem norskur lögreglumaður er drepinn við skyldustörf.

Rekstrarstjóri Í Bláfjöllum segir frábært færi og nóg pláss fyrir skíðaþyrsta í fjallinu í dag. Opið er frá tíu til fimm í dag.

Cadbury's, hinn rótgróni breski súkkulaðiframleiðandi, er í fyrsta sinn í 170 ár ekki með konunglegan stimpil. Karl konungur tók fyrirtækið af þeim lista við uppfærslu, en bætti öðrum súkkulaðiframleiðendum við í staðinn.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 20 mín.
,