10:15
Dagbók Jóns gamla
3. þáttur: „Legðu ekki meira á mig“
Dagbók Jóns gamla

Þrír þjóðfræðingar rýna í dagbók sem skrifuð var á Ströndum á árabilinu 1846-1879. Dagbókina hélt Jón „gamli“ Jónsson sem var fátækur leiguliði, bóndi og sjómaður. Þar er skrifað um hversdagslegt amstur hans og fjölskyldunnar og samlífi þeirra við náttúruna, harðindi og hungur.

Í þessum lokaþætti rýnum við í líf Jóns eftir að hann var orðinn ekkjumaður og bjó á ólíkum stöðum á Ströndum, oftast í skjóli barna sinna. Við heyrum af snúnum samskiptum hans við húsbændur og veltum fyrir okkur hlutverki eldra fólks í gamla bændasamfélaginu. Í þættinum er brugðið ljósi á basl og sárt hungur í umhverfi Jóns, en einnig hvernig aðstæður hans lagast verulega undir það síðasta. Þannig fylgjumst við með honum rölta inn í ævikvöldið á síðum dagbókarinnar.

Dagskrárgerð: Dagrún Ósk Jónsdóttir, Eiríkur Valdimarsson og Jón Jónsson.

Tónlist: Framfari

Upplestur: Þorgeir Ólafsson

Framleiðsla og samsetning: Gígja Hólmgeirsdóttir

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 40 mín.
,