Níels og Napóleon

3. þáttur

Síðdegis 5. maí 1821 lést Napóleon Bonaparte, í útlegð á eyjunni Sankti Helenu. Sagan segir við krufninguna hafi dr. François Carlo Antommarchi, einkalæknir Napóleons, freistast til þess skera með lúmskum hætti undan keisaranum fyrrverandi. Er þetta enn enn ein lygasagan um Napóleon eða er getnaðarlimur Napóleons í raun og veru geymdur í Bandaríkjunum?

Við förum í ferðalag um borgina, enn með Marie France sem leiðsögumann og komumst því hvað Landsbókasafnið í Frakklandi geymir mikið af gögnum um Napóleon og berum saman við hið íslenska safn. Við keyrum ennfremur kringum Sigurbogann og heimsækjum gröf sjálfs keisarans.

Umsjón: Níels Thibaud Girerd

Handrit og hugmyndavinna: Níels Thibaud Girerd og Gunnar Smári Jóhannesson

Ritstjórn: Jóhannes Ólafsson

Frumflutt

28. des. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Níels og Napóleon

Níels og Napóleon

Annan desember voru 220 ár liðin frá krýningu Napoleons. Í þessum þáttum kynnumst við Napóleon í gegnum Níels Thibaud Girerd sem er hálfur Frakki og hálfur Íslendingur. Frá Ránargötu til Rue de la Victorie fylgjum við Níelsi sem álpast um öngstræti Parísar vopnaður diktafón og íklæddur rykfrakka, í leit svörum. Í gegnum sérkennilegar staðreyndir færir Níels okkur manninn á bak við krúnuna sem mótaði heimsbyggðina. Níels mætir keisaranum en mætir einnig sér sjálfum og fær svör við spurningum, sem gerir hálfan Frakka heilan.

Þættir

,