10:15
Ertu hér?
1. þáttur

Ásrún Magnúsdóttir og Halla Þórlaug Óskarsdóttir kynntust árið 1994 þegar þær byrjuðu í Austurbæjarskóla og hafa verið vinkonur síðan þá.

Í þáttaröðinni velta þær fyrir sér hvað „vinkonur“ eiginlega eru – og skoða sérstaklega hvernig vináttan fullorðnast.

Þær grafa upp gömul samskipti sín á milli og afhjúpa ýmislegt sem þær ætluðu aldrei að segja nokkrum lifandi manni.

Fleiri vinkonur koma líka við sögu.

Halla minnist orða móður sinnar, að vinátta kvenna breytist þegar þær hafa stofnað fjölskyldu. Þær leiki annað hlutverk. Nú leikur þeim forvitni á að vita hvort þetta sé satt.

Lesarar:

Anna Bíbí Wium Axelsdóttir

Ísafold Kristín Halldórsdóttir

Einnig heyrist í Sr. Jóni Dalbú Hrjóbjartssyni í upptöku frá Hallgrímskirkju frá árinu 2003.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 31 mín.
,