12:40
Heimskviður
Heimskviður - hátíðarútgáfan

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.

Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.

Við veljum saman brot af því besta í síðasta þættinum fyrir jól. Við fjölluðum um Sharenting í nóvember og áform yfirvalda á Spáni að setja skorður á það hverju foreldrar megi deila af börnum sínum á netinu og hverju ekki. Og svo reyndum við að svara stærri spurningum, hversu miklu af lífi barna er í lagi að deila á samfélagsmiðlum? Hvað þurfum við að hafa í huga og hverjar geta hætturnar verið? Svo fjöllum við um fréttaljósmyndun. Það er umfjöllun frá því í september, en við tókum viðtal við framkvæmdastjóra World Press Photo í tilefni af 70 ára afmæli samtakanna og fórum yfir nokkrar af eftirminnilegustu fréttaljósmyndum sögunnar.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 42 mín.
,