12:42
Þetta helst
Þetta liggur fyrir um harmleikinn á Edition-hótelinu
Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.

Fréttir um andlát feðgina á Edition-hótelinu í Reykjavik í sumar hafa vakið mikla athygli síðustu mánuði. Eiginkona mannsins sem lést og móðir konunnar situr í gæsluvarðhaldi grunuð um að hafa banað þeim.

Málsvörn konunnar snýst meðal annars um það að fjölskyldan hafi komið til Íslands til þess að deyja. Sjálf var konan með stungusár þegar lögreglan kom á vettvang.

Freyr Gígja Gunnarsson, blaðamaður í Speglinum hér á Ríkisútvarpinu, hefur fylgst náið með málinu og skrifað um það fréttir. Þetta helst settist niður með honum og bað hann um að segja hlustendum frá því sem liggur fyrir um Edition-málið.

Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 15 mín.
,