Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Í dag taka gildi miklar breytingar á örorku- og endurhæfingarkerfinu hér á landi, rúmu ári eftir að lög um það voru samþykkt á Alþingi. Huld Magnúsdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar, fór yfir breytingarnar.
Tollamál milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna, kosningar framundan í Evrópuríkjum og utanríkisráðherrafundur í Kaupmannahöfn var meðal þess sem Björn Malmquist, fréttamaður í Brussel, sagði frá í spjalli um Evrópumál.
Sameinaður Eyjafjörður væri sveitarfélag með tæplega 30.000 íbúa, og fjórða stærsta sveitarfélag landsins. Á þetta bendir Gunnar Már Gunnarsson, bæjarfulltrúi á Akureyri, í grein sem hann birti á Akureyri.net fyrir helgi. Gunnar kallar eftir því möguleikinn á sameiningum verði ræddur af alvöru - bæði kostir og gallar. Við ræddum við Gunnar Þór.
Tónlist:
Cécile McLorin Salvant - Le temps est assasin.
Cécile McLorin Salvant - Thunderclouds.
Latínudeildin, Rebekka Blöndal - Svo til.
Karl orgeltríó, Rebekka Blöndal - Því ég sakna þín.



Veðurstofa Íslands.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Leikin eru nokkur lög frá árinu 1982. Fyrst hljóma tvö lög með Egó, Móðir og Stórir strákar frá raflost, sem komu út á plötunni Breyttir tímar þann 1. arpíl það ár, en Egó hitaði upp fyrir Human League sem kom fram á tónleikum í Laugardalshöll í júní þetta ár. Human League flytur lögin Love Action, Don't You Want Me og The Things That Dreams Are Made Of. Yazoo dúettinn flytur lögin Only You, Situation og Don't Go og A Flock of Seagulls flytur lögin I Ran (Son Far Away og Space Age Lovesong.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Bráðaskólinn sérhæfir sig annars vegar í skyndihjálparkennslu fyrir almenning og fyrirtæki og hins vegar í ýmsum sérhæfðum námskeiðum fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Sérstaða skólans er einna helst sú að allir kennarar eru heilbrigðisstarfsfólk sem vinnur við bráðar aðstæður í daglegum störfum sínum. Skólinn var stofnaður árið 2011 og hefur síðan þá haldið yfir 580 námskeið af ýmsu tagi og nemendurnir eru orðnir ríflega 7300 talsins. Eigendaskipti urðu á Bráðaskólanum sumarið 2024 og núverandi eigendur Bráðaskólans, hjónin Haukur Smári Hlynsson svæfingahjúkrunarfræðingur og Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir, læknir á Bráðadeild LSH komu í þáttinn í dag.
Við ætlum að skoða hvað verður á boðstólnum á leiksviðum leikhúsanna á komandi leikvetri. Við fáum forsvarsfólk leikhúsana til okkar næstu mánudaga og í dag reið á vaðið Snæbjörn Brynjarsson leikhússtjóri Tjarnarbíós. Hann sagði okkur frá því helsta sem verður boðið upp á í Tjarnarbíói í vetur.
Svo var það fyrsti lesandi vikunnar þetta haustið, það var Kári Valtýsson, lögfræðingu og rithöfundur. Hann var að senda frá sér sína fjórðu bók, Hyldýpi, sem við fengum hann til að segja okkur aðeins frá og svo fengum við auðvitað að vita hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Kári talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Karítas án titils og Óreiða á Striga e. Kristínu Marju Baldursdóttur,
Dolores Claiborne e. Stephen King
Konuna í búrinu e. Jussi Adler Olsen
Síðasta freisting Krists e. Niko Kazantszakis,
Fight Club e. Chuck Palahniuk,
The Rules of Attraction e. Bret Easton Ellis,
og Charles Bukowski
Tónlist í þættinum í dag:
Einhversstaðar einhverntíma aftur / Ellen Kristjáns og Mannakorn (Magnús Eiríksson)
SOS ást í neyð / Vilhjálmur Vilhjálmsson (erlent lag, texti Ómar Ragnarsson)
The last farewell / Roger Whittaker
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Útvarpsfréttir.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Fréttir um andlát feðgina á Edition-hótelinu í Reykjavik í sumar hafa vakið mikla athygli síðustu mánuði. Eiginkona mannsins sem lést og móðir konunnar situr í gæsluvarðhaldi grunuð um að hafa banað þeim.
Málsvörn konunnar snýst meðal annars um það að fjölskyldan hafi komið til Íslands til þess að deyja. Sjálf var konan með stungusár þegar lögreglan kom á vettvang.
Freyr Gígja Gunnarsson, blaðamaður í Speglinum hér á Ríkisútvarpinu, hefur fylgst náið með málinu og skrifað um það fréttir. Þetta helst settist niður með honum og bað hann um að segja hlustendum frá því sem liggur fyrir um Edition-málið.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson

Útvarpsfréttir.
Flóttafólki hefur fjölgað mikið í heiminum og líka á Íslandi. Ekkert bendir til annars en að því eigi eftir fjölga enn frekar á næstu árum. Hverjir eiga rétt á því að fá ásjá á Íslandi og hverjir ekki? Rætt er við fólk sem starfar með umsækjendum um alþjóðlega vernd, fræðimenn og fólk sem hefur flúið til Íslands.
Þáttaröðin Ásjá var framleidd af Rás 1.
Umsjón og dagskrárgerð: Guðrún Hálfdánardóttir.
Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.
Flóttafólki fjölgar í heiminum og líka á Íslandi. Gripið hefur verið til margvíslegra aðgerða til að sinna fólki sem best og margir lagt hönd á plóg. Í þættinum er fjallað um þjónustu sem umsækjendum um alþjóðlega vernd stendur til boða af hálfu hins opinbera og hjá Rauða krossinum. Viðmælendur: Atli Viðar Thorstensen, Inga Sveinsdóttir, Íris Halla Guðmundsdóttir, Magnús Þorkell Bernharðsson, Nína Helgadóttir, Rannveig Einarsdóttir og Zahra Mesbah.
Þáttaröðin Ásjá var framleidd af Rás 1.
Umsjón og dagskrárgerð: Guðrún Hálfdánardóttir.
Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.

Útvarpsfréttir.

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Rithöfundurinn Karítas Hrundar Pálsdóttir hefur gert árstíðir, dagatöl og vikudaga að útgangspunktum í örsagnassöfnum sínum, sem nú eru orðin þrjú. Það nýjasta ber titilinn Vikuspá, og geymir áttatíu og sex sögur á einföldu máli, sem líka eru aðgengilegar þeim sem eru að læra íslensku sem annað eða þriðja mál. Á vordögum kom út úrval úr ljóðum norksa ljóðskáldsins Knuts Ødegård, í þýðingu Gerðar Kristnýar, sem ber yfirskriftina Áður en hrafnarnir sækja okkur. Soffía Auður Birgisdóttir rýnir í verkið í þætti dagsins. Sýningin Algjörar skvísur er sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar en að þessu sinni var tillaga þeirra Jösu Baka og Petru Hjartardóttur valin úr fjölda umsagna. Með sýningunni vilja þær kanna þemu sem tengjast mýkt, krafti og kvenlegri orku í samtímalist og við lítum við í Hafnarborg til að taka á þeim púlsinn.

Útvarpsfréttir.

Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir um barnabækur úr öllum áttum, gamlar og nýjar. Embla ræðir við höfunda, þýðendur, myndhöfunda, leikara og alls konar fólk sem kemur að barnabókum á einn eða annan hátt, að ógleymdum lesendunum sjálfum.
Umsjón: Embla Bachmann
Hvernig á að gagnrýna bók? Hvað er gott að hafa í huga við lesturinn?
Rebekka Sif og Díana Sjöfn frá Lestrarklefanum segja okkur frá því hvernig þær skrifa um bækur og hvaða barna- og unglingabókum þær mæla með. Bókaormurinn Egill segir okkur frá bókunum Víti í Vestmannaeyjum, Bekkurinn minn: Varúlfurinn og Geimurinn.

Veðurfregnir kl. 18:50.

Dánarfregnir.
Hljóðritun af tónleikum í Neskirkju í 15.15 tónleikaröðinni 22.mars sl.
Áhugaverð efnisskrá á fjórum tungumálum.
Efnisskrá:
Allerseelen – Richard Strauss / Hermann von Gilm
Ich wollt ein Sträusslein binden - Richard Strauss / Clemens Brentano
Ständchen - Richard Strauss / Adolf Friedrich von Schack
Au bord du l'eau - Gabriel Faurè / René-Francois Sully-Prudhomme
Après un rêve - Gabriel Faurè / Romain Bussini
Phidylé - Henry Duparc / Charles-Marie-René Leconte de Lisle
Four songs op.13 – Samuel Barber
1. A Nun takes the Veil - Gerard Manley Hopkins
2. The Secrets of the Old - W.B. Yeats
3. Sure on This Shining Night - James Agee
4. Nocturne - Frederic Prokosch
Húsið mitt - Halldór Smárason / Sigurður Pálsson
Fossinn minn - Helgi Rafn Ingvarsson / Steingrímur Thorsteinsson
Gígjan - Sigfús Einarsson / Benedikt Gröndal
Nótt - Árni Thorsteinson / Magnús Gíslason
Enn syngur vornóttin - Mogens Schrader / Tómas Guðmundsson

Sagan er eftir Guðmund Gíslason Hagalín og gerist á síðari hluta nítjándu aldar í sveit við hafið. Umhverfið er greinilega Vestfirðir, þar fæddist höfundurinn og ólst upp og sótti sér efnivið í mörg ritverk á löngum ferli. Sagan um Márus fjallar um bóndann á Valshamri og viðureign hans við nágranna sína og meistara Jón, en Vídalínspostilla var mikill áhrifavaldur í lífi þessa fólks. Márus hneigist til að beita sveitunga sína hörðu vegna ágirndar, en Guðný kona hans sefar yfirgang bónda síns með tilstyrk meistara Jóns. - Þetta er ein af seinni sögum Guðmundar Hagalíns, kom út 1967, hún er 17 lestrar en hljóðritunin er frá 1970.


Veðurfregnir kl. 22:05.

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Blíðviðri er í kortunum á suðvesturhluta landsins. Búist er við miklu sólskini í dag og á morgun, þótt einhverjar síðdegisskúrir gætu látið á sér kræla. Sigurður Þ. Ragnarsson, veðurfræðingur segir spána afar hagstæða á höfuðborgarsvæðinu, og á Suður- og Vesturlandi. Við rýnum í kortin með honum.
Í dag hefst Gulur september. Ragna Kristmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins ræðir við okkur um sálræna skyndihjálp og fleira.
Guðmundur Jóhannsson, tæknispekúlant Morgunútvarpsins, ræðir við okkur um fréttir úr heimi tækninnar.
Svandís Svavarsdóttir, formaður VG, verður gestur okkar eftir átta fréttir þegar við ræðum stöðu flokksins og stjórnmálin í kjölfar flokksráðsfundar helgarinnar.
Við förum síðan venju samkvæmt yfir íþróttir helgarinnar eftir fréttayfirlit hálf níu.
Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðiprófessor rýnir með okkur í stöðuna í pólitíkinni nú þegar við leggjum inn í kosningavetur.


Létt spjall og lögin við vinnuna.
Við keyrðum september af stað með gæða tónlist og skemmtilegum sögum.
Ný plata vikunnar, Lúllabæ frá Siggu Eyrúnu, var opinberuð og heyrðum við titillagið.
Tónlistargetraun dagsins var á sínum stað og vafðist hún þónokkuð fyrir hlustendum.
Morgunverk dagsins
Of Monsters and Men - Ordinary Creature.
David Sylvian - September (80).
EARTH WIND & FIRE - September.
ELLIE GOULDING - Love Me Like You Do.
THE CURE - In Between Days.
Caamp - Mistakes.
Ruth Reginalds - Furðuverk.
Warren, Alex - Eternity.
HALL & OATES - Maneater (Dmx Synthwave Rmx).
Bryan, Zach, Kings of Leon - We're Onto Something.
Króli, USSEL, JóiPé - 7 Símtöl.
Collins, Phil - A groovy kind of love.
Chappell Roan - The Subway.
Lights On The Highway - A Little Bit of Everything.
Una Torfadóttir - Það sýnir sig (Studio RUV).
Vintage Caravan, The - Crossroads.
Portugal. The man - Silver Spoons.
BILLY IDOL - Eyes Without A Face.
Laufey - Mr. Eclectic.
GusGus - Unfinished Symphony.
Friðrik Dór Jónsson - Hugmyndir.
Harding, Curtis - Need Your Love.
DannyLux, Black Keys, The - Mi Tormenta.
BROS - When Will I Be Famus (80).
John Lennon - Woman.
Neneh Cherry - Woman.
Þormóður Eiríksson, Alaska1867, Aron Can - Ljósin kvikna.
STUÐMENN - Gjugg Í Borg.
AMABADAMA - Eldorado.
DIZZEE RASCAL FT. CALVIN HARRIS - Dance Wiv Me (Spilar á Airwaves 2016).
Jóhann Egill Jóhannsson - Lífsmynd.
JOEY CHRIST - Joey Cypher ft. Herra Hnetusmjör, Aron Can & Birnir.
MANFRED MANN - Just Like a Woman.
COLDPLAY - In My Place.
Marína Ósk Þórólfsdóttir, Ragnar Ólafsson - By your side.
HANNES FT. WATERBABY - Stockholmsvy.
RADIOHEAD - Street Spirit.
Þorgrímur Jónsson, Sigga Eyrún, Karl Olgeirsson - Lúllabæ.
SÁLIN HANS JÓNS MÍNS - Á Nýjum Stað.
GERRY RAFFERTY - Baker Street.
SYKURMOLARNIR - Deus.
Role Model - Sally, When The Wine Runs Out.
EGÓ - Í hjarta mér.
Royel Otis - Moody.
sombr - 12 to 12.
Kaleo - Bloodline.

Útvarpsfréttir.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack og Sigurður Þorri Gunnarsson
Eru það þrjú í röð með Bubba, Björk eða Bowie? Í dag er 1. september. Nýr mánuður og haustið formlega að rúlla af stað með öllu sem því fylgir.
Af því tilefni ætlum við að spila þrjú lög í röð með ykkar eftirlætis tónlsitarfólki og hljómsveitum í Popplandi frá 12.40 til 16.00. Þrjú í röð með Sigga Gunnars, sem stýrir þætti dagsins.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Þær Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þær fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Útvarpsfréttir.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Sultan er 30 mínútna lagalisti settur saman fyrir þig í hverri viku. Hlustaðu á Sultuna í útvarpinu eða í spilaranum þegar þér hentar. Á mánudögum er sulta dagsins soul, jazz og annað sem grúvar.

Fréttastofa RÚV.

Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.


Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.
Á þessari plötu eru frumsamin lög eftir Karl Olgeirsson og önnur falleg lög sem þau Sigga Eyrún hafa sungið fyrir börnin sín og vilja deila með heiminum. Platan kemur út á vínyl og geisladisk.
Siggu Eyrúnu og Kalla Olgeirs hafði lengi langað að gera vögguvísuplötu. En þau ákváðu að víkka hugtakið aðeins. Þetta eru að vísu lög sem þau hafa sungið fyrir börnin sín í gegnum tíðina. En ekki endilega vögguvísur sem slíkar. Bara falleg og hugljúf lög héðan og þaðan. Lög úr söngleikjum og teiknimyndum, þjóðlög og klassísk sönglög. Svo er þarna áður óútgefið lag eftir Magga Eiríks sem gaf plötunni nafnið sitt; Lúllabæ. Og þrjú lög eftir Kalla Olgeirs. Þau fengu Togga Jóns með sér á kontrabassa og Lára Björk Hall syngur með þeim í einu lagi á plötunni.
Útgáfutónleikar verða 3. september í Salnum, Kópavogi.