07:03
Morgunvaktin
Breytt örorku- og endurhæfingarkerfi, Brussel og sameinaður Eyjafjörður
Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Í dag taka gildi miklar breytingar á örorku- og endurhæfingarkerfinu hér á landi, rúmu ári eftir að lög um það voru samþykkt á Alþingi. Huld Magnúsdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar, fór yfir breytingarnar.

Tollamál milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna, kosningar framundan í Evrópuríkjum og utanríkisráðherrafundur í Kaupmannahöfn var meðal þess sem Björn Malmquist, fréttamaður í Brussel, sagði frá í spjalli um Evrópumál.

Sameinaður Eyjafjörður væri sveitarfélag með tæplega 30.000 íbúa, og fjórða stærsta sveitarfélag landsins. Á þetta bendir Gunnar Már Gunnarsson, bæjarfulltrúi á Akureyri, í grein sem hann birti á Akureyri.net fyrir helgi. Gunnar kallar eftir því möguleikinn á sameiningum verði ræddur af alvöru - bæði kostir og gallar. Við ræddum við Gunnar Þór.

Tónlist:

Cécile McLorin Salvant - Le temps est assasin.

Cécile McLorin Salvant - Thunderclouds.

Latínudeildin, Rebekka Blöndal - Svo til.

Karl orgeltríó, Rebekka Blöndal - Því ég sakna þín.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 55 mín.
,