16:05
Víðsjá
Wagnerfélagið 30 ára og Ísl#nsk þjóðlög í Duus safnahúsi
Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Selma Guðmundsdóttir, píanóleikari og formaður Wagnerfélagsins í 30 ár er gestur Víðsjár í dag. Tilefnið er ærið því framundan eru tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands þar sem Wagner verður fluttur, frumsýning á Niflungahring Hunds í óskilum í Borgarleikhúsinu og tónleikar Wagner félagsins, Wagnerraddir, í samstarfi við Óperudaga. Við ræðum við Selmu um margfræga uppfærslu á Hringnum á Listahátíð 1995 og tengsl Wagners við Ísland. En einnig félagið, Bayreuth-hátíðina og flókið samband Wagner aðdáenda við tónskáldið vegna tengsla Wagner fjölskyldunnar við nasista.

Atli Ingólfsson og Hanna Dóra Sturludóttir heimsækja einnig þáttinn og segja frá tónleikhúsverki um íslensk þjóðlög sem sýnt verður í Duus safnahúsi Reykjanesbæjar næstkomandi sunnudag.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,