07:03
Morgunvaktin
Frakkland, Þýskaland og almyrkvi
Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Nóg er um að vera í frönskum stjórnmálum þessa dagana, og við fórum yfir vendingarnar og framhaldið með Torfa Tulinius, prófessor við Háskóla Íslands, sem þekkir vel til þar.

Arthúr Björgvin Bollason sagði okkur svo tíðindi frá Þýskalandi, þar sem rætt er um varnarmál og herinn þessa dagana. Sömuleiðis er talað um brottfall úr skólum og Arthúr Björgvin sagði okkur líka frá nýútkominni ævisögu Konrads Adenauer, fyrsta kanslara Þýskalands.

Í síðasta hluta þáttarins ræddum við um almyrkvann á næsta ári og það hvernig almyrkvinn árið 1919 sannaði afstæðiskenninguna. Sigríður Kristjánsdóttir og Matthias Harksen komu til okkar.

Tónlist:

Margrét Helga Jóhannsdóttir - Einstæð móðir í dagsins önn.

Steinunn Jóhannesdóttir - Í eðli þínu ertu bara reglulega kvenleg, Signý.

Stuðmenn - Úfó.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 55 mín.
,