Eyðibýlið er viðtals og tónlistarþáttur þar sem viðmælandi er settur í þá stöðu að verða að dvelja í eina viku í einangrun á eyðibýli. Þar hefur hann allt til alls nema fjölmiðla og fjarskiptatæki. Til að stytta honum stundir fær hann að velja nokkur lög til að hlusta á, eina bók til að lesa og svo eitt þarfaþing sem hann má hafa með sér. Í þættinum gerir viðmælandinn grein fyrir vali sínu og svo því helsta sem hann myndi taka sér fyrir hendur í þessar einnar viku einveru.
Gunnar V. Andrésson fréttaljósmyndari er viðmælandi Héðins Halldórssonar.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Drottningin af Saba er persóna sem sagt er frá í Fyrri konungabók Biblíunnar. Hún er rík og voldug drottning sem kemur að heimsækja Salómon konung og hrífst af speki hans. Í þættinum "Á tónsviðinu" 31. janúar verða flutt atriði úr tónverkum sem snúast að einhverju eða öllu leyti um drottningunni af Saba. Þar má nefna óratóríuna "Salómon" eftir Georg Friedrich Händel, óperuna "Drottningin af Saba" eftir Charles Gounod og ballettinn "Belkis drottning af Saba" eftir Ottorino Respighi. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir og lesarar eru Björn Þór Sigbjörnsson og Halla Harðardóttir.
Tónlist, ljóð og viðtöl úr safni útvarpsins.
Leikin eru lög sem tengjast þorranum.
Helga Þórðardóttir flytur Umsjón hefur Jónatan Garðarsson. Minni karla", upptaka frá þorrablóti í Aratungu í Biskupstungumárið 1962. Helga bjó í Auðsholti.
Ragnar Jóhannesson flytur ljóð eftir Örn Arnarson "Til Vestur-Íslendings". Upptakan líklega frá 1946.
Umsjón hefur Jónatan Garðarsson.
(Áður á dagskrá 1998)
Veðurstofa Íslands.
Átta þátta röð um eyjuna sem minni í bókmenntasögu Vesturlanda. hefst í dag. Fjallað um forvitnilegra eyjar í vestrænum bókmenntum og
rýnt í það líf sem þar er lifað.
Umsjónarmaður er Arthúr Björgvin Bollason. Lesari með umsjónarmanni er Svala Amardóttir.
(1997)
Í þessum þætti er fjallað um Felsenborgarsögurnar eftir þýska skáldið Johann Gottfried Schnabel. Lesið er úr íslenskum þýðingum Guttorms Guttormssonar, Daða Nielssonar og Ara Sæmundssonar. Einnig er lesið úr „Heimsljósi" Laxness. Þá er lesið úr nokkrum erlendum „eyjasögum".
Guðsþjónusta.
Sr. Fritz Már Jörgensson þjónar fyrir altari og predikar.
Organisti er Arnór Vilbergsson sem einnig stjórnar Kór Keflavíkurkirkju sem syngur.
Arnar Geir Halldórsson leikur á selló. Lesarar eru Brynja Guðmundsdóttir og Elva Björk Sigurðardóttir.
TÓNLIST:
Fyrir predikun:
Forspil: Svanurinn Saint SaensSálmur 588 Þú heyrir Sálmur 588 Þú heyrir Spurt 2mín. Sigurbjörn Einarsson/Siguróli Geirsson
Sálmur 265. Þig lofar Faðir líf og önd. Sigurbjörn Einarsson/Schumann.
Sálmiur 272b. Hallelúja, Dýrð sé Drottni.Lilja S Kristjánsdóttir/Egil Hovland.
Sálmur 778. Hann sagði þeim að sigla. Gunnþór Þ. Ingason/Arnór Vilbergsson.
Eftir predikun:
Sálmur 419. Nú vil ég enn í nafni þínu. Hallgrímur Pétursson/Íslenskt þjóðlag.
Sálmur 516b. Son Guðs ertu með sanni. Hallgrímur Pétursson/Sigurður Sævarsson.
Eftirspil: Esjan. Bríet Ísis Elfar, Pálmi Ragnar Ásgeirsson.
Útvarpsfréttir.
Engin lausn er í sjónmáli í kjaradeilu kennara og verkföll í tuttugu og einum leik- og grunnskóla hefjast að óbreyttu á morgun. Foreldrar eru í óða önn að gera ráðstafanir, komi til verkfalla.
Utanríkisráðherra Noregs hefur áhyggjur af áhrifum viðskiptastríðs á efnahag landsins og á EFTA-ríkin. Stjórnvöld í Kanada, Mexíkó og Kína ætla að bregðast við tollahækkunum Bandaríkjanna.
Setja þarf mikinn kraft í að þróa RNA-bóluefni gegn fuglainflúensu að mati sérfræðings í ónæmisfræði. Menn hafi smitast en ekki sín á milli enn sem komið er.
Sprengjum var varpað á heimavistarskóla í Kursk-héraði í Rússlandi í gærkvöld þar sem tugir almennra borgara höfðu leitað skjóls. Ásakanir ganga á víxl milli stjórnvalda í Rússlandi og Úkraínu um það hver hafi gert árásina.
Leit að heitu vatni fyrir Djúpavog er hafin að nýju eftir að borun vinnsluholu skilaði litlu í fyrra. Nú verða boraðar tvær rannsóknarholur til að miða út mögulega heitavatnsæð og stefnt á að hitta á æðina með vinnsluholu í sumar.
Ný arfgerð sem verndar fyrir riðuveiki í sauðfé fæst ekki viðurkennd, eins og bændur höfðu vonast eftir. Ræktun gegn riðu gengur þó vonum framar.
Lambgimbur sem kom í heiminn á Rangárvöllum fyrir helgi er líklega fyrsta lamb ársins. Þessi vorboði er mjög snemma á ferðinni og bóndinn á bænum vonar að það séu ekki fleiri á leiðinni.
Í Krakkaheimskviðum fjöllum við um fréttir af því sem gerist ekki á Íslandi, en tengist því samt stundum. Karitas kafar í heimsmálin ásamt góðum gestum og fjallar á einfaldan, skýran og skemmtilegan hátt um allt milli himins og jarðar.
Umsjón: Karitas M. Bjarkadóttir
Í þessum þætti Krakkaheimskviða kynnum við okkur umhverfisáhrif gervigreindaforrita eins og ChatGPT með aðstoð Ester Öld H. Bragadóttur sem er sérfræðingur hjá Umhverfis- og orkustofnun. Í seinni hluta þáttarins skoðum við aðeins HM í handbolta og skyggnumst inn í heim handboltalýsandans með Einar Erni Jónssyni.
Ragnheiður Gyða Jónsdóttir skimar eftir ýmsu í samfélagi manna, á Íslandi og á heimsvísu, og leitar skýringa hjá lærðum og leikum.
Þórhallur Eyþórsson málvísindamaður og fræðimaður við Málvísindastofnun HÍ í ræðir indó-evrópska tungu og þá forfeður okkar sem hugsanlega töluðu hana.
Tónlist úr ýmsum áttum. Nýjar hljóðritanir Rásar 1 í bland við nýjar plötur íslenskrar og erlendrar tónlistar.
Hljóðritun frá opnunartónleikum Myrkra músíkdaga 2025.
Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur undir stjórn Daníels Bjarnasonar.
Efnisskrá:
Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir Balaena
Marcos Balter Orun
Páll Ragnar Pálsson PLAY – Konsert fyrir Martin Kuuskmann
Einleikari: Martin Kuuskmann
Einnig hljómar í þættinum:
Annar þáttur úr fiðlukonserti eftir Þórð Magnússon. Ari Þór Vilhjálmsson með SÍ í hljóðritun frá tónleikum fyrr í vikunni.
Nardis eftir Miles Davis af plötunni Explorations með Bill Evans tríóinu.
Í stundarheimi - Snorri Sigfús Birgisson leikur eigið verk, tileinkað Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur
10 þátta röð fyrir Rás 1 í umsjón Þorgerðar E. Sigurðardóttur og Halldórs Guðmundssonar.
Ísland og Kaupmannahöfn í spegli bókmenntanna: Í þáttunum verða þessi aldalöngu tengsl skoðuð frá mörgum sjónarhornum. Kaupmannahöfn var í næstum 500 ár eins konar höfuðborg Íslands, aðsetur stjórnsýslunnar, æðsta dómstólsins og konungsins. Sumir Íslendingar hröktust þangað eða voru fluttir til borgarinnar nauðugir, aðrir leituðu þar frelsis og réttinda sem þeir nutu ekki heima. Hvernig kom borgin þeim fyrir sjónir, hvernig breytti hún viðhorfum þeirra eða umturnaði lífshlaupinu? Óvíða sést þetta betur en í bókum Íslendinganna sjálfra og hér verður leitað fanga í þeim og rætt við rithöfunda og ýmsa sérfræðinga, auk þess sem heyra má áhugaverð brot úr safni RÚV í bland við ýmiss konar tónlist. Til verður mynd sem er stundum fögur, stundum óhugnanleg en alltaf forvitnileg.
Á 18. öld er fimmtungur þjóðarinnar á flakki og margur þarf að stela sér til matar. Á sama tíma breyttist refsikerfið í þá átt að í stað lífláts voru sakamenn látnir þræla ævilangt í fangelsum og einhver hörmulegasti kafli í samskiptum Dana og Íslendinga hefst.
Rætt við Þórarinn Eldjárn, Hauk Má Helgason og Sigríði Hjördísi Jörundsdóttur.
Veðurfregnir kl. 18:50.
Gestur úr Mannlega þættinum talar um bækur.
Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var Guðmundur Einar Láru Sigurðsson, leikstjóri og grínisti. Hann er í grínhópnum Kanarí og leikstýrt sjónvarpsþáttum hópsins, hann er meðlimur í Improv Ísland og er nú að undirbúa uppistandssýningu, þar sem hann verður einn á sviðinu heilt kvöld. En Guðmundur Einar sagði okkur auðvitað frá því hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Guðmundur talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Bernska og Gift e. Tove Ditlevsen
Svartfugl e. Gunnar Gunnarsson
The New Comedy Bible e. Judy Carter
Astrid Lindgren, t.d. Bróðir minn Ljónshjarta
Halldór Laxness, t.d. Barn náttúrunnar og Sjálfstætt fólk
Ragnheiður Gyða Jónsdóttir skimar eftir ýmsu í samfélagi manna, á Íslandi og á heimsvísu, og leitar skýringa hjá lærðum og leikum.
Þórhallur Eyþórsson málvísindamaður og fræðimaður við Málvísindastofnun HÍ í ræðir indó-evrópska tungu og þá forfeður okkar sem hugsanlega töluðu hana.
Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga.
Héraðsfréttamiðilinn Víkurfréttir hefur verið rekinn af sama eiganda í rúma fjóra áratugi, Páli Ketilssyni. Fjölmiðlaumhverfið hefur tekið miklum breytingum á þessum tíma, frá mjög frumstæðum aðstæðum til fullvinnslu í húsi þar sem nútímatækni er nýtt til hins ýtrasta. Hvernig er að reka fjölmiðil og fríblað í dag þegar samfélagmiðlar eru að tröllríða fjölmiðlamarkaðnum og baráttan um auglýsendur fer síharðnandi?
Umsjón: Svanhildur Eiríksdóttir
Veðurfregnir kl. 22:05.
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Útvarpsfréttir.
Jón eigrar um akra tónlistarinnar, léttstígur og viljugur með skemmtilega fróðleiksmola í farteskinu.
Íslensk tónlist spilar yfirleitt stórt hlutverk. Þægilegur og laufléttur morgunþáttur í umsjón frumherja Rásar 2.
Umsjón: Jón Ólafsson
Eftir brösuga blábyrjun fór allt vel. Allra handa tónlist var fleygt á gnægtarborðið, hlustendum til heilla og næringar. Meðal flytjenda sem létu til sín taka í þættum eru Mrs. Miller, Orri Harðar, Sharon Van Etten og Sykurmolarnir.
Útvarpsfréttir.
Engin lausn er í sjónmáli í kjaradeilu kennara og verkföll í tuttugu og einum leik- og grunnskóla hefjast að óbreyttu á morgun. Foreldrar eru í óða önn að gera ráðstafanir, komi til verkfalla.
Utanríkisráðherra Noregs hefur áhyggjur af áhrifum viðskiptastríðs á efnahag landsins og á EFTA-ríkin. Stjórnvöld í Kanada, Mexíkó og Kína ætla að bregðast við tollahækkunum Bandaríkjanna.
Setja þarf mikinn kraft í að þróa RNA-bóluefni gegn fuglainflúensu að mati sérfræðings í ónæmisfræði. Menn hafi smitast en ekki sín á milli enn sem komið er.
Sprengjum var varpað á heimavistarskóla í Kursk-héraði í Rússlandi í gærkvöld þar sem tugir almennra borgara höfðu leitað skjóls. Ásakanir ganga á víxl milli stjórnvalda í Rússlandi og Úkraínu um það hver hafi gert árásina.
Leit að heitu vatni fyrir Djúpavog er hafin að nýju eftir að borun vinnsluholu skilaði litlu í fyrra. Nú verða boraðar tvær rannsóknarholur til að miða út mögulega heitavatnsæð og stefnt á að hitta á æðina með vinnsluholu í sumar.
Ný arfgerð sem verndar fyrir riðuveiki í sauðfé fæst ekki viðurkennd, eins og bændur höfðu vonast eftir. Ræktun gegn riðu gengur þó vonum framar.
Lambgimbur sem kom í heiminn á Rangárvöllum fyrir helgi er líklega fyrsta lamb ársins. Þessi vorboði er mjög snemma á ferðinni og bóndinn á bænum vonar að það séu ekki fleiri á leiðinni.
Rúnar Róberts í huggulegum sunnudagsgír með mikið af tónlist frá níunda áratugnum, "Eitís".
Paul Weller (The Jam og The Style Council) átti Nýjan ellismell vikunnar, Change what you can heitir lagið. Þá var önnur plata bandaríska tónlistarmannsins Christopher Cross, Anothe page frá 1983 Eitís plata vikunnar. Og topplagið á breska listanum 2. febrúar 1982 var The Model með Kraftwerk.
Lagalisti:
Magnús Þór Sigmundsson - Blue jean queen (2024 Remastered).
Billy Strings - Gild the Lily.
Roxette - It Must Have Been Love.
Herbert Guðmundsson - Með stjörnunum.
LEN - Steal My Sunshine.
Tears for fears - Shout.
Birgo - Ég flýg í storminn.
Ágúst - Eins og þú.
Stebbi JAK - Frelsið mitt.
VÆB - Róa.
Bía - Norðurljós.
Tenpole Tudor - Swords of a 1000 men.
Mannakorn ásamt Ellen Kristjánsdóttur - Lifði og dó Í Reykjavík.
Kaleo - No Good.
Valdis og JóiPé - Þagnir hljóma vel.
Sigur Rós - Við spilum endalaust.
Marianne Faithfull - Ballad of Lucy Jordan.
14:00
Daniil, Frumburður - Bráðna.
Go West - Call Me.
Lola Young - Messy.
Kraftwerk - The Model.
Dikta - Just Getting Started.
Rihanna - Love on the brain.
Elton John - Philadelphia freedom.
Teddy Swims - Bad Dreams.
Steve Miller Band - Abracadabra.
London Grammar - Strong.
Eva Cassidy - Fields Of Gold.
Hildur - Dúnmjúk.
15:00
Á Móti Sól - Einveran.
Bríet, Logi Pedro og Unnsteinn Manuel - Íslenski draumurinn.
Christopher Cross - Think of Laura
Christopher Cross - All right.
Rúnar Eff - Led astray.
GusGus - Polyesterday.
GDRN ásamt Unnsteini Manuel - Utan þjónustusvæðis.
t.A.T.u. - All the things she said.
Madness - It Must Be Love.
Paul Weller - Change What You Can.
Coldplay - Feelslikeimfallinginlove.
Árný Margrét - Day Old Thoughts.
Hreimur - Þú birtist mér aftur.
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
Tónlistinn er vinsældalisti Íslands. Listinn er samantekt á mest spiluðu lögunum á útvarpsstöðvunum Bylgjunni, FM957, X-inu 977, Rás 2 og K100, sem og á streymisveitum. Listinn er unninn af Félagi hljómplötuframleiðenda og er á dagskrá Rásar 2 alla sunnudaga.
Umsjón: Helga Margrét Höskuldsdóttir.
Fréttastofa RÚV.
Gjallarhorn fyrir nýjar raddir, nýstárlegar hugmyndir, óhljóð og tónlist sem þú hefur aldrei heyrt. Í Ólátagarði á íslensk grasrótartónlist griðarstað.
Umsjón: Bjarni Daníel, Einar Karl og Björk.
Nýklassíska tónskáldið Eygló Höskuldsdóttir Viborg á sér hliðarsjálf að nafninu Alter Eygló sem gerir frumsamda kareókí tónlist. Hún kíkti upp í Efstaleiti og spjallaði við Björk um þessa ólíku tónlistarheima, hvað það er erfitt að þéna sem listamaður og margt fleira.
Tónlistarkonan Lindy Lin kom einnig upp í Efstaleiti og ræddu þau Einar tónlistina hennar og nánar tiltekið spunaverk sem hún er að þróa sem kallast Mirror Stage, einnig fáum við að heyra upptöku af slíku spunaverki sem var flutt í Mengi á fimmtudaginn.
Lagalisti:
Andrés Þór Þorvarðarson - Ólátagarður
KUSK, Óviti - Loka Augunum (feat. Óviti)
Drengurinn fengurinn - Mamma er komin til að sækja mig
Gúa - Óstöðug
Undur - Elsku ástin mín
Open Jars - Thyme
Seamtooth - Forever Ends Today
Nóra - Eyðisandur
Birgir Hansen - Poki
Alter Eygló - stimulus check
Eygló Höskuldsdóttir Viborg - silfra
Alter Eygló - Two cups of coffee 1 - 5:18:20, 10.11 AM
Alter Eygló - rodalon
Alter Eygló - Baked tofu
Lindy Lin, Sigurlaug Thorarensen, Karólína Einars Maríudóttir - Upptaka frá tónleikum í Mengi 31.01.2025
Lindy Lin - Her Insula
Lindy Lin - Cerebral Monologue
Lindy Lin - The Starkeeper
Lindy Lin - Savant Syndrome
Lindy Lin - My Bangs
Stefan Sand, Eygló Höskuldsdóttir Viborg, Art Across Vocal Ensemble - Þokan II
Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.
Björn Jörundur og Daníel Ágúst setjast niður til að ræða ferilinn örlítið, muninn á nútíð og þátíð, nýju plötuna og margt fleira. Svo heyrum við kynningar fyrir hvert lag plötunnar ásamt því að hlusta á lögin líka.