Eyðibýlið er viðtals og tónlistarþáttur þar sem viðmælandi er settur í þá stöðu að verða að dvelja í eina viku í einangrun á eyðibýli. Þar hefur hann allt til alls nema fjölmiðla og fjarskiptatæki. Til að stytta honum stundir fær hann að velja nokkur lög til að hlusta á, eina bók til að lesa og svo eitt þarfaþing sem hann má hafa með sér. Í þættinum gerir viðmælandinn grein fyrir vali sínu og svo því helsta sem hann myndi taka sér fyrir hendur í þessar einnar viku einveru.
Í dag er það Páll Matthíasson geðlæknir og framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans sem velur eftirlætis tónlistina, eina góða bók og hlut að eigin vali til þess að taka með sér á eyðibýlið. Umsjón: Margrét Sigurðardóttir
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Í þessari viku fær Grænland sérstaka athygli á Rás 1 og flutt verður grænlensk tónlist í þættinum "Á tónsviðinu". Þar er af ýmsu að taka og má þar til dæmis nefna trommudans, kórlög eftir grænlensku tónskáldin Jonathan Bertelsen, Peter Olsen og Henrik Lund, og tónlist sem hinn þekkti söngvari Rasmus Lyberth hefur samið. Einnig verður flutt lag sem kom út á plötu með grænlensku rokksveitinni Sume árið 1973 og var tileinkað Heimaey í tilefni af Vestmannaeyjagosinu sama ár. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir og lesari er Björn Þór Sigbjörnsson.
Tónlist, ljóð og viðtöl úr safni útvarpsins.
Leikin er tónlist eftir Jón Björnsson, frá Hafsteinsstöðum í Skagfirði, einnig tónlist sem hann stjórnar í flutningi Karlakórsins Heimis. Jón Björnsson fæddist 23. febrúar í Glaumbæ í Skagafirði en var bóndi á Hafsteinsstöðum frá 1939. Jón var söngstjóri Karlakórsins Heimis frá 1929, samdi töluvert af lögum sem hljóðrituð hafa verið í útvarpinu og var formaður skólanefndar í sínum hreppi, svo fátt eitt sé nefnt.
Lárus Pálsson, leikari, flytur ljóðið "Tíu barna móðir", eftir Oskar Hansen í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar.
Umsjón hefur Jónatan Garðarsson.

Veðurstofa Íslands.

Guðsþjónusta.
Messa á vegum Tónskóla Þjóðkirkjunnar.
Séra Aldís Rut Gísladóttir þjónar fyrir altari og predikar.
Organistar og kór eru nemendur Tónskóla Þjóðkirkjunnar og Listaháskóla Íslands.
Stjórnandur kórs eru nemendur við Tónskóla þjóðkirkjunnar og Listaháskóla Íslands
TÓNLIST:
Fyrir predikun:
Forspil: I want Jesus to walk with me. Þjóðlag, úts. David von Kampen.
Sálmur 551. Á hverjum degi, Drottinn minn, ég bið Lag og texti: KK - Kristján Kristjánsson, úts. Gunnar Gunnarsson.
Sálmur 262. Himneski faðir Lag og texti: Þorvaldur Halldórsson, úts. Gunnar Gunnarsson.
Sálmur 584. Ó, leið mig þá leið. Lag og texti: Haukur Ágústsson, úts. Gunnar Gunnarsson.
Sálmur 276. Guð, sem gefur lífið Texti: Ólafur Jóhannsson. Lag: Frá Argentínu.
Sálmur 83b. Sú trú sem fjöllin flytur. Texti: Helgi Hálfdánarson. Lag: Guðmundur Karl Brynjarsson.
Eftir predikun:
Kórsöngur: The same Lord. Þjóðlag, úts. André.
Sálmur 341. Fel mig nú í faðmi þér (Hljóður). Texti: Reuben T. Morgan, þýðing: Árný Björg Blandon. Lag: Reuben T. Morgan.
Sálmur 307. Þú ert Drottinn, dýrð sé þér. Texti: Per Harling, þýðing: Jón Ragnarsson. Lag: Per Harling.
Sálmur 313. Ó, þú Guðs lamb. Texti: Úr Biblíunni Lag: Þorvaldur Halldórsson, úts. Gunnar Gunnarsson.
Sálmur 325. Ég er lífsins brauð Texti: Úr Biblíunni Lag: Anders Gerdmar.
Kórsöngur: Láttu Guðs hönd þig leiða hér. Texti: Hallgrímur Pétursson. Lag: Elisabeth Hermodsson, úts. Gunnar Eriksson.
Sálmur 702. Heyr þann boðskap. Texti: Eleazar Torreglosa/Hans Anker Jørgensen, þýðing: Kristján Valur Ingólfsson. Lag: Eleazar Torreglosa.

Íslenskt lag eða tónverk.

Útvarpsfréttir.

Í Krakkaheimskviðum fjöllum við um fréttir af því sem gerist ekki á Íslandi, en tengist því samt stundum. Karitas kafar í heimsmálin ásamt góðum gestum og fjallar á einfaldan, skýran og skemmtilegan hátt um allt milli himins og jarðar.
Umsjón: Karitas M. Bjarkadóttir
Í þessum þætti Krakkaheimskviða skoðar Karitas fólksfækkun í Kína. Lengi vel mátti bara eignast eitt barn þar í landi en nú hafa stjórnvöld þurft að breyta því. Af hverju er það?
Jósafat Arngrímsson var mikilsvirtur athafnamaður á Suðurnesjum, vonarstjarna í Sjálfstæðisflokknum og í miklum metum hjá bandarískum herforingjum þegar upp komst um stórfelld fjársvik hans og hann hlaut dóm í Hæstarétti. Í þessari fjögurra þátta röð, úr smiðju feðginanna Snærósar Sindradóttur og Sindra Freyssonar, er ævintýralegur og hreint ótrúlegur ferill Jósafats rakinn frá upphafsárum hans í svindli á vellinum í Keflavík og þar til fjársvikin fóru að hlaupa á milljörðum á alþjóðasviðinu í Bretlandi og Írlandi - en þá hafði Jósafat fyrir löngu sagt skilið við nafnið sem honum var gefið í bernsku og farinn að kalla sig Grimson, Joe Grimson.
Umsjón: Snærós Sindradóttir og Sindri Freysson.
Við höldum nú áfram að rekja ævintýrilegan ferill Jósafats Arngrímssonar. Hann settist að á Írlandi, breytti nafni sínu í Joseph Grimson, yfirleitt nefndur Joe Grimson, og tók til óspilltra málanna. Með nýtt nafn, nýja fjölskyldu og nýjan leikvöll þar sem enginn í fjármálalífinu þekkti hann, var framtíðin einsog óskrifað blað, já eða óútfylltur víxill. Í þættinum er rakið umfangsmikið sakamál sem snerist um sölu á skreið til Nígeríu frá norskum smábæ og við sögu koma írskir gangsterar, þyrluflug, herragarður, og sýndarfyrirtæki í kvikmyndabransanum.
Umsjón: Snærós Sindradóttir og Sindri Freysson.
Aðstoð við samsetningu og frágang: Guðni Tómasson
Lesarar í þessum þætti: Oddur Þórðarson, Silja Beite Løken, Finnbogi Hvammdal Lárusson, Atli Már Steinarsson og Sindri Freysson

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Úrval úr Lestarþáttum vikunnar.

Útvarpsfréttir.

Tónlist úr ýmsum áttum. Nýjar hljóðritanir Rásar 1 í bland við nýjar plötur íslenskrar og erlendrar tónlistar.
Sólveig Steinþórsdóttir fiðluleikari, Anna Elísabet Sigurðardóttir víóluleikari, Harnhildur Marta Guðmundsdóttir sellóleikari og Þóra Kristín Gunnarsdóttir píanoleikari skipa píanókvartettinn Neglu, sem hélt tónleika undir fyrirsögninni Tímans kviða í Salnum í Kópavogi 23. febrúar sl.
Elísabet Indra Ragnarsdóttir átti tónleikaspjall við listakonurnar.
Birgir Jón Birgisson hljóðritaði.
Efnisskrá:
Frank Bridge (1879-1941): Fantasía fyrir píanókvartett í fís-moll, H. 94 (12')
Lee Hoiby (1926-2011): Dark Rosaleen fyrir píanókvartett, Op. 67 (20)'
Antonín Dvořák (1841-1904): Píanókvartett nr. 1 í D-dúr, Op. 23 (33')
Umsjón: Pétur Grétarsson

Þáttur um íslenskt mál og önnur mál.
Umsjón: Anna Sigríður Þráinsdóttir og Guðrún Línberg Guðjónsdóttir.
Grænlenska er alls óskyld öðrum tungumálum sem töluð eru í Evrópu. Hún tilheyrir fylkingu tungumála sem Inúítar í Austur-Síberíu, Alaska, Norður-Kanada og á Grænlandi tala. Hún er opinbert mál á Grænlandi en hver er staða hennar í samfélaginu?*

Fréttir
Hvað fékk íbúa Flateyjar á Skjálfanda til að taka sig saman um að yfirgefa heimili sín, alla sem einn? Árið var 1967 og nokkru áður höfðu allir ábúendur flutt úr afskekktum byggðum Flateyjarskaga — landsvæði sem hafði framfleytt fjölda fólks en líka kostað fjölda mannslífa.
Þarna voru mannabyggðir á ystu þröm og gerðar tilraunir með þanþol fólks. Tilraun sem stóð í þúsund ár.
Umsjón og dagskrárgerð: Guðrún Hálfdánardóttir.
Ritstjórn og samsetning: Þorgerður E. Sigurðardóttir.
Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.
Nokkrir tugir bjuggu í Flatey á Skjálfanda 1967 og um sumarið og haustið fækkaði þeim jafnt og þétt, svona eins og farfuglunum sem héldu á hlýrri slóðir. Viðmælendur í þættinum eru Helga Ragnarsdóttir, Jóhannes Jónsson, Ólöf Garðarsdóttir og Þóroddur Bjarnason.

Veðurfregnir kl. 18:50.

Gestur úr Mannlega þættinum talar um bækur.
Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var Þórhildur Þorkelsdóttir framkvæmdastjóri hjá ráðgjafafyrirtækinu Brú Strategy, hlaðvarpsstjórnandi og dagskrárgerðarkona. Hún sagði okkur hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Þórhildur talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Þúsund bjartar sólir e. Khaled Hosseini
Small things like these e. Klare Ceegan
Karitas án titils / Óreiða á striga e. Kristín Marja Baldursdóttir
Everything I know about love e. Dolly Alderton
Á milli landshorna e. Sigurður Sigurmundsson frá Hvítárdal (afi Þórhildar)
Bróðir minn ljónshjarta e. Astrid Lindgren
Jósafat Arngrímsson var mikilsvirtur athafnamaður á Suðurnesjum, vonarstjarna í Sjálfstæðisflokknum og í miklum metum hjá bandarískum herforingjum þegar upp komst um stórfelld fjársvik hans og hann hlaut dóm í Hæstarétti. Í þessari fjögurra þátta röð, úr smiðju feðginanna Snærósar Sindradóttur og Sindra Freyssonar, er ævintýralegur og hreint ótrúlegur ferill Jósafats rakinn frá upphafsárum hans í svindli á vellinum í Keflavík og þar til fjársvikin fóru að hlaupa á milljörðum á alþjóðasviðinu í Bretlandi og Írlandi - en þá hafði Jósafat fyrir löngu sagt skilið við nafnið sem honum var gefið í bernsku og farinn að kalla sig Grimson, Joe Grimson.
Umsjón: Snærós Sindradóttir og Sindri Freysson.
Við höldum nú áfram að rekja ævintýrilegan ferill Jósafats Arngrímssonar. Hann settist að á Írlandi, breytti nafni sínu í Joseph Grimson, yfirleitt nefndur Joe Grimson, og tók til óspilltra málanna. Með nýtt nafn, nýja fjölskyldu og nýjan leikvöll þar sem enginn í fjármálalífinu þekkti hann, var framtíðin einsog óskrifað blað, já eða óútfylltur víxill. Í þættinum er rakið umfangsmikið sakamál sem snerist um sölu á skreið til Nígeríu frá norskum smábæ og við sögu koma írskir gangsterar, þyrluflug, herragarður, og sýndarfyrirtæki í kvikmyndabransanum.
Umsjón: Snærós Sindradóttir og Sindri Freysson.
Aðstoð við samsetningu og frágang: Guðni Tómasson
Lesarar í þessum þætti: Oddur Þórðarson, Silja Beite Løken, Finnbogi Hvammdal Lárusson, Atli Már Steinarsson og Sindri Freysson
Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga.
Hvers vegna er feimnismál að kúka? Skoðað er hvers vegna við erum almennt rög við að nota þetta tiltekna orð yfir almenna daglega athöfn eða einfaldlega að nefna hana sjálfa á nafn. Er munur á körlum og konum? Börnum og fullorðnum? Er Autocorrect á móti kúk og hvers vegna þýðir orðið oft eitthvað allt annað en að kúka? Farið er yfir frásagnir að fornu og nýju, þegar fólk gerir það í einrúmi eða ekki, og líka á félagsklósetti fyrir fótboltalið.
Umsjón: Ingimar Karl Helgason


Veðurfregnir kl. 22:05.

Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Á árinu 2024 hóf umsjónarmaður að glugga í frásagnir Guðmundar Hagalíns af forfeðrum sínum eins og þær voru skráðar í fyrsta bindi sjálfsævisögu hans. Nú er röðin að Hagalín sjálfum og hann segir á lifandi og skemmtilegan hátt frá eigin æskuárum að Lokinhömrum í Dýrafirði.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Jón eigrar um akra tónlistarinnar, léttstígur og viljugur með skemmtilega fróðleiksmola í farteskinu.
Íslensk tónlist spilar yfirleitt stórt hlutverk. Þægilegur og laufléttur morgunþáttur í umsjón frumherja Rásar 2.
Umsjón: Jón Ólafsson

Útvarpsfréttir.

Rúnar Róberts í huggulegum sunnudagsgír með mikið af tónlist frá níunda áratugnum, "Eitís".

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson

Útvarpsfréttir.

Fréttir

Tónlistinn er vinsældalisti Íslands. Listinn er samantekt á mest spiluðu lögunum á útvarpsstöðvunum Bylgjunni, FM957, X-inu 977, Rás 2 og K100, sem og á streymisveitum. Listinn er unninn af Félagi hljómplötuframleiðenda og er á dagskrá Rásar 2 alla sunnudaga.
Umsjón: Helga Margrét Höskuldsdóttir.

Fréttastofa RÚV.

Gjallarhorn fyrir nýjar raddir, nýstárlegar hugmyndir, óhljóð og tónlist sem þú hefur aldrei heyrt. Í Ólátagarði á íslensk grasrótartónlist griðarstað.
Umsjón: Einar Karl Pétursson og Björk Magnúsdóttir.

Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.
Við fáum til okkar tónlistarmanninn Myrkva, eða Magnús Örn Thorlacius, sem nýverið gaf út sína þriðju plötu, Rykfall. Platan, sem þýðir 'að safna ryki', er persónulegt og metnaðarfullt verk sem var lengi í vinnslu, þar sem Magnús sá sjálfur um nánast alla þætti hennar. Við ræðum um tónlistarvegferð hans, innblástur og ferlið á bak við þessa nýjustu útgáfu.