Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Við ræddum við Guðrúnu Sigríði Tryggvadóttur, bónda í Svartárkoti í Bárðardal, um lífið og tilveruna þar.
Þórhildur Ólafsdóttir ræddi um brúðkaupssiði í Nígeríu í tilefni af stjörnubrúðkaupi sem fór fram hér á Íslandi fyrir skömmu.
Í síðasta hluta þáttarins fjölluðum við um Þorstein Illugason Hjaltalín, listmálara sem fluttist ungur til Þýskalands og var býsna þekktur. Saga hans féll þó í gleymsku síðar meir.
Tónlist:
Daði Kolbeinsson, Rut Ingólfsdóttir, Kammersveit Reykjavíkur - Konsert fyrir óbó, fiðlu og hljómsveit í d-moll BWV 1060a : 3. Allegro.
Karlakórinn Hreimur - Á Sprengisandi.
Mr. Eazi - Corny.
Thad Jones / Mel Lewis Orchestra - Quietude.



Veðurstofa Íslands.
Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.
Í dag heyrðum við í hjónunum Maríu Björk Guðmundsdóttur og Gunnari Eyfjörð Ómarssyni, en þau segja að þau hafi verið tiltölulega eðlileg fjölskylda á Akureyri fyrir fjórtán árum, með þrjú börn og tvo ketti, þegar þau ákváðu að fá sér hvolp. Fjórtán árum síðar eiga þau 28 hunda, og það enga smáhunda, heldur 28 husky sleðahunda og reka tvö fyrirtæki tengd hundunum þar sem þau meðal annars bjóða upp á sleðaferðir, hundaknús og eru jafnvel farin að vinna ull úr feldi hundanna. Við fengum þau til að segja okkur allt um þetta í þættinum í dag.
Ása Baldursdóttir kom í síðasta sinn til okkar í dag til að segja frá áhugaverðu efni til að hlusta á og horfa á, hlaðvörp og sjónvarpsþáttaraðir. Í dag fjallaði Ása um hlaðvarp um netglæpi á heimsvísu þar sem stórfelld fjársvik eiga sér stað, hlaðvarp um sjálfshjálparhreyfingu sem ekki er öll þar sem hún er séð og sagði að lokum frá hjartahlýrri sjónvarpsþáttaröð um Inúíta í norðri.
Fugl dagsins var svo auðvitað á sínum stað.
Tónlist í þættinum í dag:
Sumarvísa / Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir og Vigdís Hafliðadóttir (Mats Paulson, texti Iðunn Steinsdóttir)
Vegurinn heim / Marketa Irglová (Magnús Eiríksson)
Fram í heiðanna ró / GÓSS (Daniel E. Kelley, texti Friðrik Aðalsteinn Friðriksson)
Aftur heim til þín / Eyþór Ingi og Lay Low (Baldur Hjörleifsson og Nina Richter)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG ARNHILDUR HÁLFDÁNARDÓTTIR

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Utanríkisráðherra vonar að Miðflokkurinn snúi aftur í samstarfshóp um mótun nýrrar öryggis- og varnarstefnu. Þingmaður segir litlar líkur á því - störf hópsins hafi einkennst um of af aðlögun að Evrópusambandinu.
Leiðtogafundi í Berlín sem hófst í hádeginu er að dómi rússneskra stjórnvalda ætlað að skaða fyrirhugaðar viðræður Rússlandsforseta og Bandaríkjaforseta um leiðir til friðar í Úkraínu.
Hlið verður sett upp við Reynisfjöru áður en næsta rauða viðvörun tekur gildi. Landeigandi vonar að lokanir veki fólk til umhugsunar um hætturnar í fjörunni, en ómögulegt sé að hindra för fólks alveg.
Hamas segir að ráðist hafi verið til atlögu að Gazaborg í morgun, skömmu eftir að Ísraelsher staðfesti opinberlega áætlun um hertar hernaðaraðgerðir á Gaza.
Framkvæmdastjóri Kirkjugarðanna á Akureyri segir stjórnvöld sýna málaflokknum fálæti. Nýverið var farið að rukka þjónustugjöld í líkhúsinu á Akureyri en enn vantar upp á fjármagn.
Heilbrigðiseftirlitið segir skýrt að meinadýraeyðum ber að tilkynna tilfelli um rottur og veggjalýs. Meindýraeyðir segir tilfellum hafa fjölgað - en segir það ekki í sínum verkahring að tilkynna þau.
Hagfræðingur sem kallaði yfir sig reiði íslenskrar stjórnmála- og bankaelítu í aðdraganda bankahrunsins segir ástandið í Bandaríkjunum undir Donald Trump orðið verra en það var þá. Sífellt erfiðara sé að halda uppi óháðri gagnrýni.
Leikmaður Víkings í Bestu deild kvenna í fótbolta hefur fengið rasísk skilaboð eftir að umræður sköpuðust um hárgreiðsluna hennar eftir síðustu umferð. Þjálfari Víkings gagnrýnir að leikmanni sé kennt um að brotið var á henni.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Eftirlitsstofnunin Sjúkratryggingar Íslands ákvað að láta ógert að krefja skurðlækni hjá einkarekna heilbrigðisfyrirtækinu Klíníkinni um 87 milljónir króna vegna meintra ofrukkana.
Fjallað er um þessa ákvörðun í gagnrýnni skýrslu sem Ríkisendurskoðun vann um starfsemi Sjúkratrygginga Íslands og birti nú í sumar. Ein helsta niðurstaða skýrslunnar er að eftirlit Sjúkratrygginga Íslands með þeim peningum ríkisins sem stofnunin greiðir út sé ekki nægilega gott.
Hvorki Klíníkin né skurðlæknirinn sem um ræðir eru nefnd á nafn í skýrslunni.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson

Útvarpsfréttir.
Tónlist frá ýmsum tímum úr ólíkum héruðum Djasslandsins. Íslenskt og erlent í bland.
Tónlist frá útsendingarlogg 2024-04-17
The Spey - Matt Carmichael - Where will the river flow, 2021
Sigmar Þór Matthíasson - Don.
Marína Ósk - Samtal við sólu.
Freysteinn Gíslason - Á milli hluta.
Sunna Gunnlaugsdóttir - Where the winds and waters call.
Rætt við Sigtrygg Baldursson um íslenskan djass á Jazzahead
O.N.E. - I See You.
Rætt við Sunnu Gunnlaugs, Marínu Óks, Sigmar Þór og Freystein Gíslason, sem öll sóttu Jazzahead ársins
Sultan - Alune Wade - Sultan 2022

Útvarpsfréttir.

Flutt er íslensk, norræn og bandarísk tónlist. Flytjendur: Con Sordino, Katy Bödtger, Art Tatum, Hljómsveit Björns R. Einarssonar, Kristján Magnússon og hljómsveitin Vikivaki.
Endurflutt erindi eftir Jón Daníelsson um æðarvarp í Hvallátrum í Breiðafirði, sem Sveinn Hallgrímsson les.
Einnig erindi um kolagerð eftir Jón Sigurðsson frá Yztafelli, lesið af Sveini Hallgrímssyni.
Ennfremur frásögn af bjargsigi í Hornbjarg og Hælavíkurbjarg eftir Jóhann Hjaltason, skólastjóra. Sveinn Hallgrímsson les.
Umsjón hefur Jónatan Garðarsson.
(Áður á dagskrá 1998)

Útvarpsfréttir.

Í Tengivagninum er fjallað um það helsta sem er að gerast í menningu í sumar.

Útvarpsfréttir.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Spennum beltin og ferðumst hringinn með KrakkaRÚV! Stórskemmtilegir fjölskylduþættir fyrir ferðalanga á ferð um Ísland. Þjóðsögur og ævintýri, bílaleikir, fróðleiksmolar og sögur frá krökkum á öllum aldri. Í hverjum þætti er spurningakeppni þar sem kemur í ljós hvaða fjölskyldumeðlimur veit mest um Ísland...nú eða hlustaði best á þáttinn!
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir og Jóhannes Ólafsson.
Í þessum þætti ferðumst við um Vesturland, frá Dölunum og alveg niður í Hvalfjörð. Sérfræðingur þáttarins, Jón Dagur, kemur frá Stykkishólmi en það er einmitt þar sem hægt er að taka ferju og sigla um Breiðafjörðinn til að reyna að telja allar eyjarnar þar. Hvað ætli þær séu margar? Þjóðsaga þáttarins gerist í Hvalfirði, en það er sko ástæða fyrir því að Hvalfjörður heitir það. Rauðhöfði, álagahvalurinn sem við kynntumst í þættinum um Reykjanesskagann, háði nefnilega sitt dauðastríð í Hvalfirði og sagan fjallar um það. Hlustið vel á þáttinn ef þið viljið vinna spurningakeppnina í lokin, og jafnvel plata mömmu og pabba til að stoppa á næstu bensínstöð og kaupa ís í verðlaun!

Veðurfregnir kl. 18:50.

Dánarfregnir.

Tónleikahljóðritanir með innlendum og erlendum flytjendum.
Hljóðritun frá Waldbühne í Berlín laugardaginn 25.júní 2025
Gustavo Dudamel stjórnar Berlínarfílharmóníunni.
Efnisskrá:
Gabriela Ortiz
Kauyumari
Arturo Márquez
Danzón No. 8 “Homenaje a Maurice”
Aaron Copland
Old American Songs, First Set (arr. for voice and orchestra)
Ryan Speedo Green bass-baritone
Evencio Castellanos
Santa Cruz de Pacairigua
Interval
Roberto Sierra
Alegría
Duke Ellington
Three black kings: Martin Luther King
Leonard Bernstein
West Side Story: Symphonic Dances

Sagan er eftir Guðmund Gíslason Hagalín og gerist á síðari hluta nítjándu aldar í sveit við hafið. Umhverfið er greinilega Vestfirðir, þar fæddist höfundurinn og ólst upp og sótti sér efnivið í mörg ritverk á löngum ferli. Sagan um Márus fjallar um bóndann á Valshamri og viðureign hans við nágranna sína og meistara Jón, en Vídalínspostilla var mikill áhrifavaldur í lífi þessa fólks. Márus hneigist til að beita sveitunga sína hörðu vegna ágirndar, en Guðný kona hans sefar yfirgang bónda síns með tilstyrk meistara Jóns. - Þetta er ein af seinni sögum Guðmundar Hagalíns, kom út 1967, hún er 17 lestrar en hljóðritunin er frá 1970.


Veðurfregnir kl. 22:05.
Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.
Í dag heyrðum við í hjónunum Maríu Björk Guðmundsdóttur og Gunnari Eyfjörð Ómarssyni, en þau segja að þau hafi verið tiltölulega eðlileg fjölskylda á Akureyri fyrir fjórtán árum, með þrjú börn og tvo ketti, þegar þau ákváðu að fá sér hvolp. Fjórtán árum síðar eiga þau 28 hunda, og það enga smáhunda, heldur 28 husky sleðahunda og reka tvö fyrirtæki tengd hundunum þar sem þau meðal annars bjóða upp á sleðaferðir, hundaknús og eru jafnvel farin að vinna ull úr feldi hundanna. Við fengum þau til að segja okkur allt um þetta í þættinum í dag.
Ása Baldursdóttir kom í síðasta sinn til okkar í dag til að segja frá áhugaverðu efni til að hlusta á og horfa á, hlaðvörp og sjónvarpsþáttaraðir. Í dag fjallaði Ása um hlaðvarp um netglæpi á heimsvísu þar sem stórfelld fjársvik eiga sér stað, hlaðvarp um sjálfshjálparhreyfingu sem ekki er öll þar sem hún er séð og sagði að lokum frá hjartahlýrri sjónvarpsþáttaröð um Inúíta í norðri.
Fugl dagsins var svo auðvitað á sínum stað.
Tónlist í þættinum í dag:
Sumarvísa / Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir og Vigdís Hafliðadóttir (Mats Paulson, texti Iðunn Steinsdóttir)
Vegurinn heim / Marketa Irglová (Magnús Eiríksson)
Fram í heiðanna ró / GÓSS (Daniel E. Kelley, texti Friðrik Aðalsteinn Friðriksson)
Aftur heim til þín / Eyþór Ingi og Lay Low (Baldur Hjörleifsson og Nina Richter)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG ARNHILDUR HÁLFDÁNARDÓTTIR

Tónlistarþættir Péturs Grétarssonar frá árinu 2011

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, verður á línunni í upphafi þáttar þegar við ræðum skemmtiferðaskip og ferðaþjónustu almennt á svæðinu.
Íslendingar á ferðalögum til Bretlands geta aftur farið að nota farsímann þar án þess að þurfa að greiða aukalega fyrir. Ég ræði við Breka Karlsson, formann Neytendasamtakanna, um reglur um reiki í Evrópu og næstu skref.
Víkingar eru mættir til Danmerkur þar sem þeir mæta Bröndby í seinni leik liðanna í Sambandsdeild Evrópu á morgun. Öryggisstjóri Knattspyrnusambands Evrópu hefur sett leik Bröndby og Víkings á hæsta viðbúnaðarstig í kjölfar óláta stuðningsmanna í fyrri leik félaganna í Fossvogi og ríkislögreglustjóri hefur verið í samskiptum við dönsk knattspyrnuyfirvöld. Sverrir Geirdal, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Víkings, verður á línunni frá Kaupmannahöfn.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, og Arna Lára Jónsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, verða gestir mínir eftir átta fréttir þegar við ræðum stöðu efnahagsmála og óvissu í alþjóðahagkerfinu.
Finnur Dellsén, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands, og Kolbeinn Hólmar Stefánsson, dósent við félagsvísindasvið skólans, verða gestir mínir í lok þáttar en þeir eru ósammála um hvort brotið hafi verið á akademísku frelsi ísraelsks prófessors, sem hugðist flytja erindi um gervigreind fyrir helgi, en fékk ekki út af mótmælum.


Létt spjall og lögin við vinnuna.
Siggi Gunnars hugaði að morgunverkunum í dag.
Spiluð lög:
10 til 11
JÓNAS SIG - Milda hjartað
RAVEN - Hjartað tók kipp
BOBBY HEBB - Sunny
BENNI HEMM HEMM & PÁLL ÓSKAR- Valentínus
CHERYL LYNN - Got To Be Real
MARK RONSON & RAYE - Suzanne
ELÍN HALL - Wolf Boy
DJO - End of Beginning
SUFJAN STEVENS - Chicago
SOPHIE ELLIS-BEXTOR - Taste
10 til 11
TORFI - Öðruvísi (Lag Hinsegin daga 2025)
ERASURE - A Little Respect
EARTH, WIND & FIRE - Let's Groove
GILDRAN - Staðfastur stúdent
PAT BENATAR - Love Is a Battlefield
OF MONSTERS AND MEN - Ordinary Creature
MICHAEL MARCAGI - Scared to Start
ZACH BRYAN - Streets of London
DAVID BOWIE - Heroes
U2 - One
DUNCAN SHEIK - Barely Breathing
BOTNLEÐJA - Svuntuþeysir
CAAMP - Let Things Go
11 til 12.20
HELGI BJÖRNSSON - Besta útgáfan af mér
ÁSGEIR TRAUSTI & EYDÍS EVENSEN - Dimmuborgir
TYLER CHILDERS - Nose on the Grindstone
JOHN LENNON & THE PLASTIC ONO BAND - Working Class Hero
KALEO - Bloodline
BRAINSTORM - My Star
ELVAR - Miklu betri einn
BRÍET - Blood on My Lips
DURAN DURAN - New Moon on Monday
MANU CHAO & SANTA FE KLAN - Solamente
HARRY STYLES - Music for a Sushi Restaurant
BILL WITHERS - Who Is He (And What Is He to You)?
BRIMBROT - Tequila Mockingbird
THE BEACH BOYS - God Only Knows
ÁGÚST ÞÓR BRYNJARSSON - Á leiðinni
FONTAINES D.C. - Favourite
THE STRANGLERS - Always the Sun
DNCE - Cake by the Ocean

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Utanríkisráðherra vonar að Miðflokkurinn snúi aftur í samstarfshóp um mótun nýrrar öryggis- og varnarstefnu. Þingmaður segir litlar líkur á því - störf hópsins hafi einkennst um of af aðlögun að Evrópusambandinu.
Leiðtogafundi í Berlín sem hófst í hádeginu er að dómi rússneskra stjórnvalda ætlað að skaða fyrirhugaðar viðræður Rússlandsforseta og Bandaríkjaforseta um leiðir til friðar í Úkraínu.
Hlið verður sett upp við Reynisfjöru áður en næsta rauða viðvörun tekur gildi. Landeigandi vonar að lokanir veki fólk til umhugsunar um hætturnar í fjörunni, en ómögulegt sé að hindra för fólks alveg.
Hamas segir að ráðist hafi verið til atlögu að Gazaborg í morgun, skömmu eftir að Ísraelsher staðfesti opinberlega áætlun um hertar hernaðaraðgerðir á Gaza.
Framkvæmdastjóri Kirkjugarðanna á Akureyri segir stjórnvöld sýna málaflokknum fálæti. Nýverið var farið að rukka þjónustugjöld í líkhúsinu á Akureyri en enn vantar upp á fjármagn.
Heilbrigðiseftirlitið segir skýrt að meinadýraeyðum ber að tilkynna tilfelli um rottur og veggjalýs. Meindýraeyðir segir tilfellum hafa fjölgað - en segir það ekki í sínum verkahring að tilkynna þau.
Hagfræðingur sem kallaði yfir sig reiði íslenskrar stjórnmála- og bankaelítu í aðdraganda bankahrunsins segir ástandið í Bandaríkjunum undir Donald Trump orðið verra en það var þá. Sífellt erfiðara sé að halda uppi óháðri gagnrýni.
Leikmaður Víkings í Bestu deild kvenna í fótbolta hefur fengið rasísk skilaboð eftir að umræður sköpuðust um hárgreiðsluna hennar eftir síðustu umferð. Þjálfari Víkings gagnrýnir að leikmanni sé kennt um að brotið var á henni.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Orri Freyr Rúnarsson

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Þær Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þær fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Útvarpsfréttir.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Í Eldhúsverkunum leiðir Rósa Birgitta okkur um heim þar sem suðupottar mæta saxófónum og uppskriftir dansa við diskó. Tónlist og matur – bæði krydduð og ómótstæðileg.

Fréttastofa RÚV.

Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.

Umsjón: Andrea Jónsdóttir.