18:20
Svepparíkið (4 af 5)
Lækningarmátturinn
Svepparíkið

Heimildarþáttaröð þar sem sveppir á Íslandi eru skoðaðir frá sjónarhorni vísinda, menningar, fagurfræði og sjálfbærni. Dagskrárgerð: Anna Þóra Steinþórsdóttir. Umsjón: Erna Kanema Mashinkila.

Fjallað er um heilandi og nærandi eiginleika sveppa. Skoðuð er framleiðsla á drykknum Kombucha þar sem samlífsform gersveppa og gerla kemur við sögu. Rætt er við Önnu Rósu Róbertsdóttur grasalækni um ólíka eiginleika sveppa til lækninga og heilsubótar. Þá er fjallað um hugvíkkandi efni sem finnast í vissum tegundum sveppa, t.d. trjónupeðlu.

Er aðgengilegt til 13. september 2026.
Lengd: 28 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliðurinn er textaður.
,