
Vinalegir þættir fyrir þau allra yngstu. Molang er búttaður lítill „kanínugrís“. Hún er sérvitur, glaðvær og áhugasöm. Besti vinur hennar er litli hænuunginn Piu Piu. Molang er kóresk teiknimyndapersóna og afskaplega vinsæl í heimalandinu.
Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.
Þegar afi ykkar er búin að þjálfa ykkur sem skrímslaveiðimenn, þá er ekkert annað í stöðunni en að veiða öll skrímslin! Það er þó eitt vandamál, krakkarnir elska skrímslin og vilja helst bara bjarga þeim. Það geta þau gert á meðan afi blundar, eða hvað?

Töfratú er fantasíuland dásamlegra álfa og hafmeyja þar sem raunveruleg viðfangsefni á borð við systkinaerjur, sanngirni og sjálfstraust eru könnuð nánar.

Sammi brunavörður og félagar hans á slökkvistöðinni standa vaktina í Pollabæ.

Karla er 8 ára kjúklingur, sem hefur það að markmiði að halda öllum ánægðum, svo lengi sem það kemur ekki niður á lífi hennar. Hún elskar skólann sinn og alla vini sína. Hún leggur hart að sér til að þóknast öllum, en stundum ganga hlutirnir ekki alveg eins og áætlað var. Í þessum þáttum eru félagsleg samskipti og tilfinningar þeim tengd könnuð út frá heimi krakkanna. Hvað er rétt og hvað er rangt? Getur maður átt fleiri en einn besta vin?
Teiknimyndaþættir um Lóu sem er 12 ára og býr með mömmu sinni í stórborg. Lóu finnst hún ekki lengur vera barn og ekki alveg vera unglingur ennþá og reynir að takast á við allar þær tilfinningar sem vakna þegar unglingsárin eru að hefjast.

Fjörugir teiknimyndaþættir um ref, tvö villisvín og fugl sem eru orðin þreytt á að lifa villt í náttúrunni og verða sér úti um búninga til að dulbúast sem venjuleg gæludýr.

Stuttir þættir þar sem við kynnumst merkiskonum mannkynssögunnar. Sumar eru frægar, aðrar eru óþekktar en allar eru þær töffarar og eldhugar.
Talsett Disney-teiknimynd frá 2012 um skosku prinsessuna Merídu sem er lunkin bogaskytta og fer sínar eigin leiðir. Þegar hún rýfur aldagamlan sið veldur hún uppnámi í konungsríkinu og leitar aðstoðar gamallar nornar sem veitir henni eina ósk. Óskin hefur þó alvarlegar afleiðingar og Merída verður að reiða sig á eigin styrk og hugrekki til að koma hlutunum í samt lag áður en það er um seinan.

Úrslit á HM í frjálsíþróttum í Japan.
Dönsk heimildarþáttaröð um áhrifavaldana og parið Morten og Fredrik sem dreymir um að stofna fjölskyldu og eignast börn. Dag einn hefur Nanna samband við þá og býðst til að ganga með barn fyrir þá eftir að hafa fylgt þeim á samfélagsmiðlum. Þau ákveða að leggja af stað í ferðalag sem breytir lífi þeirra allra.
Nýir íslenskir heimildarþættir um uppgang hatursorðræðu á Íslandi og bakslagið sem orðið hefur í baráttu ýmissa minnihlutahópa á síðustu misserum. Leitast er við að svara spurningunni um hvernig bakslagið fór af stað, hvaðan hatrið stafar og hvaða leið er út úr þessari stöðu. Rætt er við sérfræðinga, stjórnmálafólk og þau sem hafa orðið fyrir barðinu á hatursorðræðu auk þess sem ljósi er varpað á aukið aðgengi ungs fólks að hatri í gegnum samfélagsmiðla. Umsjón: Ingileif Friðriksdóttir. Leikstjórn: Hrafn Jónsson. Framleiðsla: Ketchup Creative.

Fjallað er um Íslendinga sem settu svip sinn á íslenskt samfélag um sína daga með margvíslegum hætti. Þættirnir spegla jafnframt sögu þjóðarinnar og samtíð á ýmsum tímum, menningu, listir, stjórnmál og fleira. Þeir eru byggðir á efni úr safni RÚV á nærfellt hálfrar aldar tímabili. Dagskrárgerð: Andrés Indriðason.
Sigurður Demetz Franzson fæddist árið 1912 í Suður-Týrol á landamærum Austurríkis og Ítalíu. Hann nam sönglist á Ítalíu og söng um skeið í óperuhúsum víða um Evrópu. Hann settist að á Íslandi á sjötta áratugnum, hóf söngkennslu og varð lærimeistari margra kunnustu óperusöngvara þjóðarinnar auk þess sem hann kom fram sem söngvari á tónleikum og stjórnaði kórum.
Matreiðsluþættir þar sem Solla Eiríks heimsækir konur sem hafa áratugareynslu af matargerð. Hún kíkir í uppskriftabækur þeirra og lærir að elda rétti sem þær hafa matreitt á sinn einstaka hátt í fjölda ára. Í framhaldinu býður hún konunum heim til sín og endurgerir uppskriftirnar með aðstoð þeirra, en skiptir út dýraafurðum fyrir hráefni úr náttúrunni. Leikstjóri: Sunneva Ása Weisshappel. Framleiðsla: RVK Studios.
Uppskriftirnar má finna hér: https://www.ruv.is/frettir/tag/uppskriftabokin
Solla Eiríks heimsækir Ragnheiði sem kennir okkur að elda plokkfisk og kleinur. Einnig hittir hún þau Eydísi og Hinrik sem fræða hana um þaratínslu og matþörunga. Við lærum líka að búa til möndlumjólk.

Sænskir þættir þar sem litið er heim til þekktra arkitekta í Svíþjóð. Við fáum að sjá einstök og áhugaverð heimili þeirra og hvað þeim finnst gera hús að góðu heimili.

Uppátækjasömu vinirnir Bolli og Bjalla sem búa á skrifborði hins 12 ára gamla Bjarma snúa aftur með skemmtilegasta sjónvarpsþátt veraldar: Stundina okkar.
Einnig fáum við að fylgja við Bjarma í skólann og kynnast skemmtilegur skólafélögum hans. Hvort sem það er óhefðbundum íþróttatímum, heimshorna heimilisfræði, skemmtilegri hljómsveitaræfingu eða tilraunir á frítíma.
Leikarar: Níels Thibaud Girerd og Ásthildur Úa Sigurðardóttir
Leikstjóri: Agnes Wild
Framleiðandi: Erla Hrund Halldórsdóttir
Bolli og Bjalla vinna hörðum höndum að því að finna boðskap fyrir þáttin á meðan krakkarnir í stundinni rokkar taka upp sitt síðasta lag í vetur og heimsækja hljóðver.
Liðin Svart og hvítt og Playstation gengið mætast í æsispennandi íþróttaTÍMA.

Frímínútur eru frábærar! Í þessari fjörugu spurninga- og þrautakeppni mætast tvö lið þar sem þau leysa skemmtilegar þrautir og svara spurningum um allt milli himins og jarðar!
Umsjónarmenn eru Alex Eli Schweitz Jakobsson og Rebakka Rán Guðnadóttir
Frímínútur eru frábærar! Í þessari fjörugu spurninga- og þrautakeppni mætast tvö lið þar sem þau leysa skemmtilegar þrautir og svara spurningum um allt milli himins og jarðar!
Umsjónarmenn eru Alex Eli Schweitz Jakobsson og Rebakka Rán Guðnadóttir
Í þessum þætti af Frímó mætast liðin Bleiku pardusarnir og Stormarnir í æsispennandi keppni. Liðin keppa í þrautunum Kexkökukúnst og Vanda mál og svikamyllan og bland í poka verða að sjálfsögðu á sínum stað.
Kexkökukúnst: Keppendur snúa tveim kexkökum á tennisspaða. Liðið sem er fyrr til að snúa báðum kexkökum vinnur.
Vanda mál: Keppendur standa uppi á koll og láta plastglas detta niður á annað glas á gólfinu, þannig þau staflist saman. Liðið sem staflar fleiri glösum vinnur.
Keppendur:
Bleiku pardusarnir: Majd David Mouadad Hatoum og Emilíana Ísis Káradóttir
Stormarnir: Hjörtur Martin og Ari Vilberg Jónasson

Allskonar skemmtileg lög fyrir yngri kynslóðina.
Elín Ey syngur lagið Blóm vináttunnar á Sögum verðlaunahátíð barnanna árið 2022. Lagið var eitt af þremur sigurlögum í lagakeppni hátíðarinnar.
Lag & texti: Herdís Askja Hermannsdóttir
Fjórir krakkar í rokkhljómsveit æfa þekkt íslenskt rokklag og semja eigið lag. Í leiðinni fræðumst við um hljóðfærin í hljómsveitinni og rokktónlistarsöguna.
Aldís fræðir okkur um slagverk sem eru elstu hljóðfæri í heiminum. Krakkarnir semja svo lag með mismunandi slagverkum. Þau fá til sín sérstakan gest sem aðstoðar þau, slagverksleikarann Sigurð Ina Einarsson. Hljómsveitarmeðlimir: Aldís María Sigursveinsdóttir, Fatíma Rós Joof, Hilmir Þór Snæland Hafsteinsson og Sigurður Ingvar Þórisson. Saxófón leikari: Birkir Blær Ingólfsson. Tónlistarstjóri: Sigurður Ingi Einarsson.
Heimildarþáttaröð þar sem sveppir á Íslandi eru skoðaðir frá sjónarhorni vísinda, menningar, fagurfræði og sjálfbærni. Dagskrárgerð: Anna Þóra Steinþórsdóttir. Umsjón: Erna Kanema Mashinkila.
Fjallað er um heilandi og nærandi eiginleika sveppa. Skoðuð er framleiðsla á drykknum Kombucha þar sem samlífsform gersveppa og gerla kemur við sögu. Rætt er við Önnu Rósu Róbertsdóttur grasalækni um ólíka eiginleika sveppa til lækninga og heilsubótar. Þá er fjallað um hugvíkkandi efni sem finnast í vissum tegundum sveppa, t.d. trjónupeðlu.

Lottó-útdráttur vikunnar.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Á árinu 2025 sýnir RÚV fjölda vel valdra Disney-teiknimynda og kvikmyndaáhugafólk fjallar um hverja mynd.
Ævar Þór Benediktsson segir frá myndinni Fríða og dýrið, eða Beauty and the Beast, frá árinu 1991.
Talsett Disney-teiknimynd frá 1991 um stúlkuna Fríðu sem samþykkir að búa í kastala með úrillri og ógnvekjandi ófreskju gegn því að föður hennar verði sleppt úr dýflissu kastalans. Ófreskjan reynist vera prins í álögum og eina von hans um að verða aftur mennskur er að læra að elska einhvern sem elskar hann á móti. Myndin var fyrsta teiknimyndin sem hlaut tilnefningu til Óskarsverðlauna sem besta kvikmyndin.

Rowan Atkinsson bregður sér aftur í hlutverk breska njósnarans Johnnys English í þessari bráðfyndnu gamanmynd frá 2011. Að þessu sinni reynir Johnny að handsama glæpamenn sem ætla að drepa forseta Kína. Leikstjóri: Oliver Parker.

Bandarísk spennumynd frá 2022. Vörubílstjórinn Sally er neydd til að smygla ólöglegum varningi til að bjarga bróður sínum sem er í fangelsi og undir hælnum á illvígu gengi. Málin flækjast þegar varningurinn reynist vera unglingsstúlka og Sally kemst að því að alríkislögreglan er á eftir þeim. Leikstjóri: Anna Gutto. Aðalhlutverk: Juliette Binoche, Morgan Freeman, Frank Grillo og Hala Finley. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.

Úrslit á HM í frjálsíþróttum í Japan.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.