17:56
Frímó
Kexkökukúnst og Vanda mál
Frímó

Frímínútur eru frábærar! Í þessari fjörugu spurninga- og þrautakeppni mætast tvö lið þar sem þau leysa skemmtilegar þrautir og svara spurningum um allt milli himins og jarðar!

Umsjónarmenn eru Alex Eli Schweitz Jakobsson og Rebakka Rán Guðnadóttir

Frímínútur eru frábærar! Í þessari fjörugu spurninga- og þrautakeppni mætast tvö lið þar sem þau leysa skemmtilegar þrautir og svara spurningum um allt milli himins og jarðar!

Umsjónarmenn eru Alex Eli Schweitz Jakobsson og Rebakka Rán Guðnadóttir

Í þessum þætti af Frímó mætast liðin Bleiku pardusarnir og Stormarnir í æsispennandi keppni. Liðin keppa í þrautunum Kexkökukúnst og Vanda mál og svikamyllan og bland í poka verða að sjálfsögðu á sínum stað.

Kexkökukúnst: Keppendur snúa tveim kexkökum á tennisspaða. Liðið sem er fyrr til að snúa báðum kexkökum vinnur.

Vanda mál: Keppendur standa uppi á koll og láta plastglas detta niður á annað glas á gólfinu, þannig þau staflist saman. Liðið sem staflar fleiri glösum vinnur.

Keppendur:

Bleiku pardusarnir: Majd David Mouadad Hatoum og Emilíana Ísis Káradóttir

Stormarnir: Hjörtur Martin og Ari Vilberg Jónasson

Er aðgengilegt til 13. september 2026.
Lengd: 14 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliðurinn er textaður.
,