15:10
Íslendingar
Sigurður Demetz
Íslendingar

Fjallað er um Íslendinga sem settu svip sinn á íslenskt samfélag um sína daga með margvíslegum hætti. Þættirnir spegla jafnframt sögu þjóðarinnar og samtíð á ýmsum tímum, menningu, listir, stjórnmál og fleira. Þeir eru byggðir á efni úr safni RÚV á nærfellt hálfrar aldar tímabili. Dagskrárgerð: Andrés Indriðason.

Sigurður Demetz Franzson fæddist árið 1912 í Suður-Týrol á landamærum Austurríkis og Ítalíu. Hann nam sönglist á Ítalíu og söng um skeið í óperuhúsum víða um Evrópu. Hann settist að á Íslandi á sjötta áratugnum, hóf söngkennslu og varð lærimeistari margra kunnustu óperusöngvara þjóðarinnar auk þess sem hann kom fram sem söngvari á tónleikum og stjórnaði kórum.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 51 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliðurinn er textaður.
,