12:30
Svepparíkið
Matur
Svepparíkið

Heimildarþáttaröð þar sem sveppir á Íslandi eru skoðaðir frá sjónarhorni vísinda, menningar, fagurfræði og sjálfbærni. Dagskrárgerð: Anna Þóra Steinþórsdóttir. Umsjón: Erna Kanema Mashinkila.

Fjallað er um sveppi sem matvæli og skoðað hvernig nýta má bæði villta og ræktaða sveppi til að útbúa dýrindis rétti. Svepparækt á Flúðum er skoðuð og litið á tilraunir með útiræktun á sveppum. Michelinkokkurinn Þráinn Freyr Vigfússon sýnir hvernig hann nýtir sveppi í sælkerarétti á veitingastöðunum Sumac og Óx. Að lokum er fylgst með lunknu sveppatínslufólki í sveppamó í íslenskum skógum.

Er aðgengilegt til 23. ágúst 2026.
Lengd: 28 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliðurinn er textaður.
,