17:11
Frímó
Blöðruvandamál og Kúlurass
Frímó

Frímínútur eru frábærar! Í þessari fjörugu spurninga- og þrautakeppni mætast tvö lið þar sem þau leysa skemmtilegar þrautir og svara spurningum um allt milli himins og jarðar!

Umsjónarmenn eru Alex Eli Schweitz Jakobsson og Rebakka Rán Guðnadóttir

Frímínútur eru frábærar! Í þessari fjörugu spurninga- og þrautakeppni mætast tvö lið þar sem þau leysa skemmtilegar þrautir og svara spurningum um allt milli himins og jarðar!

Umsjónarmenn eru Alex Eli Schweitz Jakobsson og Rebakka Rán Guðnadóttir

Í þættinum keppa Bollarnir á móti Bláu risaeðlunum í þrautunum Blöðruvandamál og Kúlurass.

Blöðruvandamál: Keppendur sprengja 20 blöðrur með pottaleppa á höndunum. Fyrsta liðið til að sprengja allar blöðrur vinnur.

Kúlurass: Keppendur skoppa borðtennisbolta frá sínum vallarhelming og liðsmaður þeirra verður að grípa boltann með körfu sem er föst á afturenda þeirra.

Keppendur eru:

Bollarnir: Harpa Hrönn Egilsdóttir og Eldey Erla Hauksdóttir

Bláu risaeðlurnar: Jasmín Jökulrós Albertsdóttir og Bryndís Embla Einarsdóttir

Er aðgengilegt til 23. ágúst 2026.
Lengd: 14 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliðurinn er textaður.
,