
Vinalegir þættir fyrir þau allra yngstu. Molang er búttaður lítill „kanínugrís“. Hún er sérvitur, glaðvær og áhugasöm. Besti vinur hennar er litli hænuunginn Piu Piu. Molang er kóresk teiknimyndapersóna og afskaplega vinsæl í heimalandinu.
Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.
Þegar afi ykkar er búin að þjálfa ykkur sem skrímslaveiðimenn, þá er ekkert annað í stöðunni en að veiða öll skrímslin! Það er þó eitt vandamál, krakkarnir elska skrímslin og vilja helst bara bjarga þeim. Það geta þau gert á meðan afi blundar, eða hvað?
Karla er 8 ára kjúklingur, sem hefur það að markmiði að halda öllum ánægðum, svo lengi sem það kemur ekki niður á lífi hennar. Hún elskar skólann sinn og alla vini sína. Hún leggur hart að sér til að þóknast öllum, en stundum ganga hlutirnir ekki alveg eins og áætlað var. Í þessum þáttum eru félagsleg samskipti og tilfinningar þeim tengd könnuð út frá heimi krakkanna. Hvað er rétt og hvað er rangt? Getur maður átt fleiri en einn besta vin?
Teiknimyndaþættir um Lóu sem er 12 ára og býr með mömmu sinni í stórborg. Lóu finnst hún ekki lengur vera barn og ekki alveg vera unglingur ennþá og reynir að takast á við allar þær tilfinningar sem vakna þegar unglingsárin eru að hefjast.
Þáttaröð frá 2013 úr smiðju Ævars Vísindamanns. Ævar er nú kominn í nýja og enn stærri tilraunastofu í samstarfi við Sprengjugengið hjá HÍ, Marel og Vísindavefinn. Íslenskt hugvit verður haft að leiðarljósi, alvöru- og ímyndaðir vísindamenn birtast ljóslifandi fyrir augum áhorfenda og gerðar verða lífshættulegar tilraunir, þegar Ævar þorir. Dagskrárgerð: Eggert Gunnarsson.
Þættir frá 2011 þar sem fjallað er um klassíska- og samtímatónlist í víðum skilningi og leitast við að kynna hana á skemmtilegan, aðgengilegan og fjölbreyttan hátt. Tónlistarfólk kemur saman í stúdíói, spjallar um tónverk og leikur þau líka. Þá er rætt við sérfræðinga og áhugamenn úr ýmsum áttum. Umsjónarmenn eru Víkingur Heiðar Ólafsson og Halla Oddný Magnúsdóttir. Dagskrárgerð: Helgi Jóhannesson og Viðar Víkingsson.
Eftir að hafa dvalið í upphæðum söngsins í síðasta þætti er kominn tími til að stíga niður á jörðina. Jafnvel ofan í jörðina! Við fræðumst um leyndardóma hljóðfærasmíðinnar, siðspillandi áhrif hljóðfæra og hlýðum á tónlist sem á að hljóma falskt.
Íslensk heimildarmynd um neyslu mannsins og hvers vegna við hendum eins miklu í ruslið og raun ber vitni. Dagskrárgerð: Rakel Garðarsdóttir og Ágústa M. Ólafsdóttir. Framleiðsla: Vesturport, Vakandi og Landvernd.
Dönsk heimildarþáttaröð um áhrifavaldana og parið Morten og Fredrik sem dreymir um að stofna fjölskyldu og eignast börn. Dag einn hefur Nanna samband við þá og býðst til að ganga með barn fyrir þá eftir að hafa fylgt þeim á samfélagsmiðlum. Þau ákveða að leggja af stað í ferðalag sem breytir lífi þeirra allra.
Heimildarþáttaröð þar sem sveppir á Íslandi eru skoðaðir frá sjónarhorni vísinda, menningar, fagurfræði og sjálfbærni. Dagskrárgerð: Anna Þóra Steinþórsdóttir. Umsjón: Erna Kanema Mashinkila.
Fjallað er um sveppi sem matvæli og skoðað hvernig nýta má bæði villta og ræktaða sveppi til að útbúa dýrindis rétti. Svepparækt á Flúðum er skoðuð og litið á tilraunir með útiræktun á sveppum. Michelinkokkurinn Þráinn Freyr Vigfússon sýnir hvernig hann nýtir sveppi í sælkerarétti á veitingastöðunum Sumac og Óx. Að lokum er fylgst með lunknu sveppatínslufólki í sveppamó í íslenskum skógum.

Íslensk heimildarmynd frá 2022 sem gerð var í tilefni þess að 50 ár voru liðin síðan hafist var handa við að tengja raforkukerfi landsmanna umhverfis landið. Rakin er saga byggingar byggðalínu frá 1972-1984. Verkið var unnið af metnaði og framsækni eljusamra einstaklinga við krefjandi og frumstæðar aðstæður. Áður óbirt viðtöl við einstaklinga sem tileinkuðu líf sín byggðalínuævintýrinu, sem og persónulegar myndbandsupptökur frá þessum tíma, glæða söguna lífi.

Fjallað er um Íslendinga sem settu svip sinn á íslenskt samfélag um sína daga með margvíslegum hætti. Þættirnir spegla jafnframt sögu þjóðarinnar og samtíð á ýmsum tímum, menningu, listir, stjórnmál og fleira. Þeir eru byggðir á efni úr safni RÚV á nærfellt hálfrar aldar tímabili. Dagskrárgerð: Andrés Indriðason.
Karl lærði ungur á píanó en orgelið varð þó snemma það hljóðfæri sem honum féll best í geð. Eftir miðjan sjöunda áratuginn lék hann með vinsælum hljómsveitum, meðal annars Trúbroti. Síðar stundaði hann tónlistarnám við virta tónlistarháskóla í Vínarborg, Salzburg og Boston. Að námi loknu var hann um skeið organleikari í Neskaupstað, en flutti síðar í sveitarfélagið Ölfur þar sem hann lék á orgel í fimm kirkjum og stjórnaði kórum í þeim. Karl lést árið 1991, fertugur að aldri. Umsjón og dagskrárgerð: Andrés Indriðason.

Þáttaröð þar sem draugatrú Íslendinga tekin til skoðunar ásamt annarri þjóðtrú, á borð við hjátrú og trú á álfa. Rætt er við ýmsa sérfræðinga og þá sem hafa haft persónuleg kynni af afturgöngum, álfum eða framliðnum. Rýnt er í hvernig draugatrú endurspeglar samfélagið, menninguna og síðast en ekki síst, sálarlíf og samvisku mannsins. Umsjón: Bryndís Björgvinsdóttir. Dagskrárgerð: Rakel Garðarsdóttir.

Sænskir þættir þar sem litið er heim til þekktra arkitekta í Svíþjóð. Við fáum að sjá einstök og áhugaverð heimili þeirra og hvað þeim finnst gera hús að góðu heimili.

Uppátækjasömu vinirnir Bolli og Bjalla sem búa á skrifborði hins 12 ára gamla Bjarma snúa aftur með skemmtilegasta sjónvarpsþátt veraldar: Stundina okkar.
Einnig fáum við að fylgja við Bjarma í skólann og kynnast skemmtilegur skólafélögum hans. Hvort sem það er óhefðbundum íþróttatímum, heimshorna heimilisfræði, skemmtilegri hljómsveitaræfingu eða tilraunir á frítíma.
Leikarar: Níels Thibaud Girerd og Ásthildur Úa Sigurðardóttir
Leikstjóri: Agnes Wild
Framleiðandi: Erla Hrund Halldórsdóttir
Bolli Könnuson fær loksins sendingu af glænýju bollastelli, beint frá Bourbonnais héraði í Frakklandi og ætlar hann að leggja heilan þátt undir sögu bollastellsins, þegar óvæntur tannálfur mætir á skrifborðið hans Bjarma.
Hljómsveitin í Stundinni rokkar fjallar um ýmis tæki og tól sem hljómsveitir nota og flytja síðan ábreiðu af laginu 123 forever, eftir hljómsveitina Apparat organ kvartet.
Tímaflakk flytur okkur aftur til ársins 2002, þegar kötturinn Keli missir hláturinn og grínistinn Ómar Ragnarsson er fenginn til aðstoðar.

Frímínútur eru frábærar! Í þessari fjörugu spurninga- og þrautakeppni mætast tvö lið þar sem þau leysa skemmtilegar þrautir og svara spurningum um allt milli himins og jarðar!
Umsjónarmenn eru Alex Eli Schweitz Jakobsson og Rebakka Rán Guðnadóttir
Frímínútur eru frábærar! Í þessari fjörugu spurninga- og þrautakeppni mætast tvö lið þar sem þau leysa skemmtilegar þrautir og svara spurningum um allt milli himins og jarðar!
Umsjónarmenn eru Alex Eli Schweitz Jakobsson og Rebakka Rán Guðnadóttir
Í þættinum keppa Bollarnir á móti Bláu risaeðlunum í þrautunum Blöðruvandamál og Kúlurass.
Blöðruvandamál: Keppendur sprengja 20 blöðrur með pottaleppa á höndunum. Fyrsta liðið til að sprengja allar blöðrur vinnur.
Kúlurass: Keppendur skoppa borðtennisbolta frá sínum vallarhelming og liðsmaður þeirra verður að grípa boltann með körfu sem er föst á afturenda þeirra.
Keppendur eru:
Bollarnir: Harpa Hrönn Egilsdóttir og Eldey Erla Hauksdóttir
Bláu risaeðlurnar: Jasmín Jökulrós Albertsdóttir og Bryndís Embla Einarsdóttir

Erlen Ísabella Einarsdóttir og Lúkas Emil Johansen stýra Stundinni okkar og prófa allt sem þeim dettur í hug.
Erlen og Lúkas ætla að fá sér ís og kíkja í heimsókn í Íshúsið í Hafnarfirði. En þar er engan ís að finna... En þar hitta þau teiknarann Bergrúnu Írisi sem kennir þeim hvernig hægt er að nota ímyndunaraflið til að búa til ofurhetjur.

Allskonar skemmtileg lög fyrir yngri kynslóðina.
Tveir kettir
Flytjandi: Bryndís Jakobsdóttir og Teitur Magnússon
Lag: Danskt þjóðlag
Texti: Hildigunnur Halldórsdóttir

Stutt umfjöllun Sumarlandans sem var á flakki sumarið 2021 og hitti landann fyrir í sínu náttúrulega umhverfi, uppi á fjöllum, úti í garði, inni í skógi og allt um kring. Umsjónarmenn: Gísli Einarsson, Guðríður Helgadóttir, Hafsteinn Vilhelmsson, Helga Margrét Höskuldsdóttir, Þórhildur Þorkelsdóttir og fleiri.

Þáttur um Íslandsmótin í rallý, torfæru og ýmsu öðru. Dagskrárgerð: Bragi Þórðarson.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Lottó-útdráttur vikunnar.

Hátíðartónleikar Rásar 2 við Arnarhól í tilefni af Menningarnótt. Meðal þeirra sem koma fram eru: K.óla, Retro Stefson, Væb, Elín Hall og Emmsjé Gauti.
Umsjón: Matthías Már Magnússon, Sigurður Þorri Gunnarsson og Guðrún Dís Emilsdóttir. Stjórn útsendingar: Salóme Þorkelsdóttir.
Bandarísk bíómynd frá 2012 með Colin Firth og Emily Blunt í aðalhlutverkum. Wallace Avery er langþreyttur á öllu í lífi sínu. Hann ákveður að sviðsetja eigin dauða og hefja nýtt líf undir nafninu Arthur Newman. Þegar hann kynnist konu sem þykist einnig vera önnur en hún er tekur líf þeirra beggja nýja stefnu. Leikstjóri: Dante Ariola. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Flokkur breskra sakamálamynda um Morse rannsóknarlögreglumann í Oxford á yngri árum. Hann ræður strembnar morðgátur, kynnist mönnum sem hann á eftir að starfa með næstu áratugina og þróar með sér eftirtektarverð skapgerðareinkenni sem hann á eftir að fínpússa á löngum og gifturíkum ferli. Í helstu hluverkum eru Shaun Evans og Roger Allam. Myndirnar eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Myndirnar eru hluti af þemanu Sakamálasumar.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.