14:20
Íslendingar
Karl Sighvatsson
Íslendingar

Fjallað er um Íslendinga sem settu svip sinn á íslenskt samfélag um sína daga með margvíslegum hætti. Þættirnir spegla jafnframt sögu þjóðarinnar og samtíð á ýmsum tímum, menningu, listir, stjórnmál og fleira. Þeir eru byggðir á efni úr safni RÚV á nærfellt hálfrar aldar tímabili. Dagskrárgerð: Andrés Indriðason.

Karl lærði ungur á píanó en orgelið varð þó snemma það hljóðfæri sem honum féll best í geð. Eftir miðjan sjöunda áratuginn lék hann með vinsælum hljómsveitum, meðal annars Trúbroti. Síðar stundaði hann tónlistarnám við virta tónlistarháskóla í Vínarborg, Salzburg og Boston. Að námi loknu var hann um skeið organleikari í Neskaupstað, en flutti síðar í sveitarfélagið Ölfur þar sem hann lék á orgel í fimm kirkjum og stjórnaði kórum í þeim. Karl lést árið 1991, fertugur að aldri. Umsjón og dagskrárgerð: Andrés Indriðason.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 52 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliðurinn er textaður.
,