
Arthur Newman
Bandarísk bíómynd frá 2012 með Colin Firth og Emily Blunt í aðalhlutverkum. Wallace Avery er langþreyttur á öllu í lífi sínu. Hann ákveður að sviðsetja eigin dauða og hefja nýtt líf undir nafninu Arthur Newman. Þegar hann kynnist konu sem þykist einnig vera önnur en hún er tekur líf þeirra beggja nýja stefnu. Leikstjóri: Dante Ariola. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.