
Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.
Vinalegir þættir fyrir þau allra yngstu. Molang er búttaður lítill „kanínugrís“. Hún er sérvitur, glaðvær og áhugasöm. Besti vinur hennar er litli hænuunginn Piu Piu. Molang er kóresk teiknimyndapersóna og afskaplega vinsæl í heimalandinu.
Þegar afi ykkar er búin að þjálfa ykkur sem skrímslaveiðimenn, þá er ekkert annað í stöðunni en að veiða öll skrímslin! Það er þó eitt vandamál, krakkarnir elska skrímslin og vilja helst bara bjarga þeim. Það geta þau gert á meðan afi blundar, eða hvað?
Elías er ungur og áhugasamur björgunarbátur. Hann er ósvífinn, fjörugur og mikils metinn í heimabæ sínum. Vinir Elíasar skipta honum öllu máli og leggur hann í hvaða ævintýri sem er til þess að bjarga vinum sínum úr ógöngum.
Gamansamir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það, enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
Eddi strútapabbi hefur áhyggjur af því að gosdósin sem dóttir hans vill drekka úr springi ef hún opnar hana. Hann verður að ná dósinni áður en eitthvað hræðilegt gerist, en það er hægara sagt en gert.
Loft hefur svifið um loftin blá frá örófi alda án þess að lenda nokkurn tímann á jörðu. Það kynnist ævintýralegri tilvist mannsbarna í gegnum sjónaukann sinn og endurspeglar sjálft sig í þeim.
Loftsteinn hrapar í átt að jörðu og Sunna og Máni fara í leiðangur að leita að honum. Óheppilega vill til fyrir þau að loftsteinninn hrapaði í körfuna hjá Loft þar sem hann lifnar við!
Karla er 8 ára kjúklingur, sem hefur það að markmiði að halda öllum ánægðum, svo lengi sem það kemur ekki niður á lífi hennar. Hún elskar skólann sinn og alla vini sína. Hún leggur hart að sér til að þóknast öllum, en stundum ganga hlutirnir ekki alveg eins og áætlað var. Í þessum þáttum eru félagsleg samskipti og tilfinningar þeim tengd könnuð út frá heimi krakkanna. Hvað er rétt og hvað er rangt? Getur maður átt fleiri en einn besta vin?
Teiknimyndaþættir um Lóu sem er 12 ára og býr með mömmu sinni í stórborg. Lóu finnst hún ekki lengur vera barn og ekki alveg vera unglingur ennþá og reynir að takast á við allar þær tilfinningar sem vakna þegar unglingsárin eru að hefjast.
Þáttaröð frá 2015 úr smiðju Ævars vísindamanns. Í þessari þáttaröð leggur Ævar allt undir. Laufblásara-knúin svifbretti, segulskór og skordýrahamborgari eru bara nokkrar af þeim æsispennandi tilraunum sem koma fyrir. Dagskrárgerð: Ævar Þór Benediktsson og Eggert Gunnarsson
Við tókum upp svo mikið af efni í ár að við hreinlega urðum að gera aukaþátt. Í honum skoðum við hvers vegna fólk er ekki allt eins á litinn, heimsækjum Könnunarsögusafnið á Húsavík og athugum hvort fiskar geta hlustað á Rolling Stones. Sprengjugengið verður á sínum stað, við rannsökum gervigreind og ótalmargt fleira!
Fréttatengdur skemmtiþáttur þar sem keppendur spreyta sig á misalvarlegum spurningum sem sóttar eru í glóðvolgar fréttir og gamlar í bland. Stjórnandi og spyrill er Birta Björnsdóttir og henni til halds og trausts er fréttamaðurinn Ingunn Lára Kristjánsdóttir.
Keppendur að þessu sinni eru feðginin Arnar Björnsson og Kristjana Arnarsdóttir en Kristjana stýrði Er þetta frétt? á upphafsdögum þáttarins. Þau etja kappi við systkinin Evu Björk Benediktsdóttur og Guðmund Benediktsson. Öll eiga þau sameiginlegt að hafa sagt okkur íþróttafréttir í gegnum tíðina.
Gísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.
Gestir þáttarins eru Ari Eldjárn, Hjörvar Hafliðason og Lovísa Ósk Gunnarsdóttir.
Íslenski dansflokkurinn og Skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar flytja brot úr verkinu Hringir Orfeusar og annað slúður.
Berglind Festival fjallar um nýju ráðleggingar Landlæknis um mataræði.
Inspector Spacetime loka þættinum með laginu Catch Planes.
Þættir þar sem Snorri Helgason og Bergur Ebbi fjalla um íslensk dægurlög og setja í samhengi við tísku og tíðaranda. Þættirnir eru byggðir á vinsælu hlaðvarpi þeirra sem hóf göngu sína árið 2014.
Árin upp úr 1980 voru mikið þroskaskeið á Íslandi. Mannlífið var enn að færast úr sveit í borg, úr ballöðu-hallærislegheitum í nýbylgju, frá SÍS yfir í Sísí. Ragga Gísla hjálpaði okkur í gegnum þetta, með söng sínum, útgeislun og framtíðarskyggni. Til fílunar er nú eitt þekktasta lag hennar, Hvað um mig og þig? Tékkheftis-negla úr rassvasa Magnúsar Eiríkssonar sem kom út á plötu Magnúsar Smámyndir árið 1982. Snorri Helgason og Bergur Ebbi greina hér lagið sem aldrei fyrr, kryfja stemningu óðaverðbólguáranna og fíla að lokum lagið undir dyggri stjórn Söndru Barilli.
Þáttaröð þar sem heimur íslenskrar sögu og sagna er kannaður með því að skoða muni sem tengjast sérstökum atburðum í sögu þjóðarinnar. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir og Sigurður Helgi Pálmason. Framleiðsla: Republik.
Í Skógræktarstöðinni á Hallormsstað er ferðaklósett sem talið er tengjast Bítlinum Ringo Starr og hefur það verið geymt á staðnum í fjóra áratugi. Við reynum að komast að sannleikanum um klósettið en fræðumst í leiðinni um útihátíðina sem Stuðmenn héldu í Atlavík 1984.
Heimildarmynd frá 2021 um hvernig söngur í kór getur haft langvarandi jákvæð áhrif á börn og unglinga. Rætt er við núverandi og fyrrverandi félaga í barna- og unglingakórum Selfosskirkju um hvernig kórsöngurinn hefur mótað þau. Dagskrárgerð: Anna Edit Dalmay.
Danskir þættir sem fjalla um einmanaleika hjá miðaldra fólki. Í þáttunum er rætt við fjóra einstaklinga sem upplifa sig einmana, þrátt fyrir að allt líti út fyrir að ganga vel hjá þeim út á við. Í þáttunum fara þau hvert sínar leiðir í tilraunum til að brjótast út úr einmanaleikanum.
Fjallað er um Íslendinga sem settu svip sinn á íslenskt samfélag um sína daga með margvíslegum hætti. Þættirnir spegla jafnframt sögu þjóðarinnar og samtíð á ýmsum tímum, menningu, listir, stjórnmál og fleira. Þeir eru byggðir á efni úr safni RÚV á nærfellt hálfrar aldar tímabili. Dagskrárgerð: Andrés Indriðason.
Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Í Kilju vikunnar förum við vestur í Dali. Í dagskrárliðnum Bókum og stöðum skoðum við skáld sem voru í Saurbænum. Steinn Steinarr ólst þar upp, Jóhannes úr Kötlum var þar kennari og þar stundaði Stefán frá Hvítadal búskaparbasl. Við förum einnig á fæðingarstað Steins innst í Ísafjarðardjúpi. Myndlistarkonan Guðrún Kristjánsdóttir dvelur í mikilli náttúrufegurð á Skarðsströnd. Við heimsækjum hana til að ræða um bókina Bláleiðir sem fjallar um líf hennar og list og sitthvað fleira. Oddný Eir Ævarsdóttir, dóttir Guðrúnar, er höfundur textans í þessu einstaka bókverki. Ungt skáld frá Akureyri, Sölvi Halldórsson, segir okkur frá nokkuð óhefðbundinni ljóðabók sinni sem nefnist Þegar við vorum hellisbúar. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Þín eru sárin eftir Þórdísi Þúfu, Siddharta eftir Hermann Hesse í þýðingu Haraldar Ólafssonar og Svip brotanna eftir Þóri Óskarsson en sú bók segir frá skáldinu Bjarna Thorarensen.
Keppnin Sterkasti maður Íslands á sér langa sögu eða frá árinu 1985 og fagnaði því 40 ára afmæli árið 2024. Minningar frá fystu árunum lifa áfram og Húsafellshellan sem Jón Páll dansaði svo eftirminnilega með í Laugardalshöll fyrir 40 árum var auðvitað hluti af keppninni á síðasta ári.
Sænskir matreiðsluþættir frá 2023. Grínistinn David Batra og fréttakonan Malin Mendel ætla að opna veitingastað á Indlandi. Þau ákveða hvað verður á matseðlinum með því að prófa sig áfram í að elda klassíska indverska rétti og gamlar fjölskylduuppskriftir.

Krakkar stýra fjölbreyttum smáseríum í Stundinni okkar í vetur - sem fjalla um ALLT milli himins og jarðar.
Leikin spennusería, fjörug þrauta- og spurningakeppni, girnileg matargerð, glymjandi rokktónlist og friðsamlegt jóga eru meðal þess sem verður á dagskrá í þessum elsta sjónvarpsþætti landsins.
Aðalþáttastjórnendur eru Helena Lapas, Imani Ósk Biallo, Kári Hlíðberg og Tómas Aris Dimitropoulos. Fjöldi annarra krakka kemur fram í þáttunum.
Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir og Ragnar Eyþórsson.
Í þessum þætti hittum við dansara í Dansi Brynju Péturs sem sýna okkur hip hop dans. Hrannar segir okkur hvernig maður verður njósnari og krakkarnir í Stundin rokkar bjóða okkur í heimsókn í æfingarhúsnæðið sitt. Í Víkingaþrautinni finna krakkarnir dularfullt leyniherbergi í Þjóðminjasafninu.
Umsjónarmenn: Helena Lapas, Imani Ósk Biallo, Kári Hlíðberg, Tómas Aris Dimitropoulos
Fjórir krakkar í rokkhljómsveit æfa þekkt íslenskt rokklag og semja eigið lag. Í leiðinni fræðumst við um hljóðfærin í hljómsveitinni og rokktónlistarsöguna.
Við kynnumst Matthíasi trommuleikara betur, fræðumst um hvernig á að undirbúa tónleika og heyrum frumsamda lag krakkanna sem heitir „Þetta er okkar jörð“. Elísabet Hauksdóttir, Ragnheiður Helga Víkingsdóttir, Matthías Kristjánsson og Markús Móri Emilsson. Tónlistarstjóri: Sigurður Ingi Einarsson.
Ólöf Sverrisdóttir les sögur og ævintýri fyrir krakkana sem koma í heimsókn í Sögubílinn.
Krummi er að henda bókum niður og Sóla er sofandi á gólfinu. Hún vaknar og tekur til bækurnar sem hún heldur að hafi dottið á sig. Krakkarnir kona inn í bílinn og hún segir þeim frá bókinni Fóasól í góðum málum. Sóla og krakkarini fara svo og búa til leikrit með brúðunum hennar Sólu.
Leikkona og handrit : Ólöf Sverrisdóttir sem Sóla.
Krakkar: Anna Alexandra Petersen, Álfdís Freyja Hansdóttir, Ingveldur Þóra Samúelsdóttir, Hildur Anna Geirsdóttir, Filippía Þóra Jónsdóttir, Alex Leó Kristinsson, Helga Xochitl Ingólfsdóttir, Helena Heiðmundsdóttir og Hildur Heiðmundsdóttir.
Sigyn hittir klára krakka og saman fræðast þau um allt á milli himins og jarðar. Dagskrárgerð: Sigyn Blöndal og Sindri Bergmann Þórarinsson.
Hvað er list? Hvað er að vera listamaður eða listakona? Hvað er listgrein? Getur klósettskál verið listaverk? Hvað er elsta listaverk í heimi?
Í dag ætlum við að velta fyrir okkur öllum þessum spurningum og velta fyrir okkur málverkum, höggmyndum og listinni.
Spekingar þáttarins eru: Ívar Ingi Jónsson og Aníta Kristín Jónsdóttir

Bein útsending frá Söngkeppni framhaldsskólanna 2025 sem fram fer í Háskólabíói. Kynnar eru þau Jóna Margrét Guðmundsdóttir og Ágúst Þór Brynjarsson. Stjórn útsendingar: Salóme Þorkelsdóttir.

Rómantísk dramamynd frá 2014 með Anne Hathaway í aðalhlutverki. Fanny vill kynnast bróður sínum, Henry, betur eftir að hann lendir í bílslysi og fellur í dá. Hún heimsækir staðina þar sem hann vandi komur sínar og kynnist fljótlega tónlistarmanninum James Forester, átrúnaðargoði Henrys. Aðalhlutverk: Anne Hathaway, Johnny Flynn og Ben Rosenfield. Leikstjóri: Kate Barker-Froyland.
Íslensk kvikmynd frá 2006 í leikstjórn Ragnars Bragasonar. Karítas er einstæð fjögurra barna móðir sem í örvæntingu reynir að ná endum saman. Á meðan hún er upptekin af deilu við fyrrverandi sambýlismann sinn um forræði yfir dætrum þeirra þremur áttar hún sig ekki á að líf elsta sonar hennar, sem er fórnarlamb eineltis, stefnir smám saman til tortímingar. Aðalhlutverk: Gísli Örn Garðarsson, Nína Dögg Filippusdóttir og Ólafur Darri Ólafsson. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 14 ára.