
Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.
Þriðja þáttaröðin um Elías, unga og áhugasama björgunarbátinn. Hann er ósvífinn, fjörugur og mikils metinn í heimabæ sínum. Vinir Elíasar skipta honum öllu máli og leggur hann í hvaða ævintýri sem er til þess að bjarga vinum sínum úr ógöngum.
Matthildur er 12 ára stelpa sem býr yfir sérstöku leyndarmáli. Á hverjum degi þegar hún vaknar býr hún yfir nýjum ofurkrafti sem hún þarf að læra að stjórna. Aðeins besti vinur hennar veit af þessu og saman lenda þau í alls kyns ævintýrum.
Jóga fyrir alla krakka í ævintýraheimi með dýrum og náttúru.
Ævintýrajóga hvetur börn til hreyfingar og að vera meðvituð um líkama sinn og líðan. Það gefur þeim verkfæri sem auðveldar þeim að líða vel í eigin líkama og takast á við daglegt líf. Jógakennari: Þóra Rós Guðbjartsdóttir. Framleiðsla: Erla Hrund Hafsteinsdóttir.
Við förum í fjallgöngu og saman komumst við upp á topp, af því við erum sterk og hugrökk eins og fjallið.
Íslensk heimildarmynd frá 2021 um fjórar konur af erlendum uppruna sem eiga það sameiginlegt að hafa búið á Íslandi í 20 ár. Konurnar eru frá Bosníu, Póllandi, Jamaíku og Tyrklandi og höfðu allar mismunandi ástæður fyrir því að setjast að hér á þessari köldu eyju í norðri. Leikstjóri: Magnea Björk Valdimarsdóttir. Framleiðsla: Kvikmyndafélag Íslands.
Heimildarþættir um fjölmenningu í íslensku samfélagi. Mannflóran er fjölbreyttari en nokkru sinni fyrr og þjóðarímyndin breytist með auknum fjölda fólks af erlendum uppruna. Ljósi er varpað á erfiðleikana sem fólk af erlendum uppruna mætir í íslensku samfélagi og fjallað um kosti fjölmenningar. Umsjón: Chanel Björk Sturludóttir.
Í þættinum er fjallað um sambönd fólks af ólíkum uppruna. Rætt er við sérfræðinga og fólk af erlendum uppruna um áhrif kynþáttahyggju á samskipti kynjanna og fjallað um tengsl kynþáttafordóma og nauðgunarmenningar.

Dönsk heimildarþáttaröð í þremur hlutum frá 2021. Fyrir sumt fólk er hundur ekki bara trygglynt gæludýr heldur lífsnauðsynleg hjálparhella sem gerir daglegt líf mögulegt og jafnvel þess virði að lifa því.

Heimildamynd frá 1996 um lífskúnstnerinn og listmálarann Stefán Jónsson Stórval frá Möðrudal sem lést 30. júlí 1995.
Í myndinni er slegist í för með Stefáni á æskuslóðir hans á Austurlandi og komið víða við. Stefáni hafði verið boðið að halda málverkasýningu á menningardögum á Vopnafirði og í ferðinni málaði hann sínar síðustu myndir af eftirlætisviðfangsefni sínu, Herðubreið. Dagskrárgerð: Egill Eðvarðsson.

Upptaka frá stórtónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands ásamt söngvurum þar sem flutt eru mörg þekktustu lög íslenskar tónlistarsögu. Tónleikarnir voru haldnir í samvinnu við Félag tónskálda og textahöfunda, FTT, árið 2013 í tilefni 30 ára afmælis félagsins. Flytjendur: Ragnar Bjarnason, Lay Low, Eyþór Ingi, Arnór Dan, Birgitta Haukdal, Jónas Sigurðsson, Sigríður Thorlacius, Páll Óskar, Mugison, Magga Stína, Helgi Björnsson, Egill Ólafsson, Björgvin Halldórsson, Jóhann Helgason, Jón Jónsson, Svavar Knútur, Ellen Kristjánsdóttir, Daníel Ágúst, Björn Jörundur, Andrea Gylfadóttir, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, Ragnheiður Gröndal, Valdimar Guðmundsson og Dísella Lárusdóttir.
Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Elsa María Guðlaugs - Drífudóttir og Amanda Guðrún Bjarnadóttir. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson og Björgvin Kolbeinsson.

Heimildarmynd í tveimur hlutum sem fylgir hópi íslenskra tónlistarmanna, tónskálda og textahöfunda á ferðalagi um Bandaríkin haustið 2015. Hópurinn fór um „Mojo“-þríhyrninginn svokallaða, þar sem hryntónlistin, eins og við þekkjum hana í dag, er talin eiga rætur sínar. Ferðalagið hófst í Nashville og þaðan lá leiðin til Memphis, Clarksdale og að lokum til New Orleans. Dagskrárgerð: Jakob Halldórsson og Ólafur Páll Gunnarsson.


Loft hefur tekið jarðormana í sátt og kynnist nú ævintýralegri tilvist þeirra í gegnum sjónaukann sinn og endurspeglar sjálft sig í þeim.
Loft fær slæmar fréttir að heiman og leitar allra mögulegra lausna.

Dýralífsþættir sem gefa okkur dásamlega innsýn inn í undraveröld villtu dýranna.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Elsa María Guðlaugs - Drífudóttir og Amanda Guðrún Bjarnadóttir. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson og Björgvin Kolbeinsson.

Þáttaröð þar sem heimur íslenskrar sögu og sagna er kannaður með því að skoða muni sem tengjast sérstökum atburðum í sögu þjóðarinnar. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir og Sigurður Helgi Pálmason. Framleiðsla: Republik.
Getur verið að á gamalli púðurdós sé verk eftir heimsfræga listamanninn Bertel Thorvaldsen? Við skoðum púðurdós sem kona erfði eftir frænku sína og var keypt erlendis. Lengi hafa verið sögusagnir um að skreytingar á henni séu eftir Bertel. Við reynum að rekja uppruna dósarinnar og kynnum okkur um leið sögu hins hálfíslenska Bertels Thorvaldsen.

Íslensk stuttmynd frá 2018 um tvo bræður á unglingsaldri sem eru kallaðir á fund ömmu sinnar. Hún hefur áhyggjur af eldri systur þeirra sem er komin í óreglu og vill að drengirnir hjálpi henni að koma kærasta systur þeirra fyrir kattarnef. Leikstjóri: Garpur Ingason Elísabetarson. Leikendur: Kristbjörg Kjeld, Gunnar Hrafn Kristjánsson, Baldur Einarsson, Hilmar Guðjónsson, Birna Rún Eiríksdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Björn Stefánsson.
Breskir spennuþættir um örvæntingafulla móður sem lifir áhættusömu lífi sem skartgripaþjófur á sama tíma og hún reynir að ná dóttur sinni aftur frá félagsþjónustunni og byggja örugga framtíð fyrir þær báðar. Aðalhlutverk: Sophie Turner, Frank Dillane og Mia Millichamp-Long. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Nýsjálensk verðlaunamynd frá 2010. Boy er 11 ára drengur sem býr ásamt litla bróður sínum á sveitabýli ömmu sinnar árið 1984. Þegar faðir hans, sem er glæpamaður og hefur verið fjarverandi árum saman, birtist skyndilega í leit að fjársjóði sem hann gróf á landinu mörgum árum áður fá bræðurnir loksins tækifæri til að kynnast honum. Leikstjóri: Taika Waititi. Aðalhlutverk: James Rolleston, Te Aho Eketone-Whitu og Taika Waititi. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Íslensk kvikmynd frá 2007 í leikstjórn Ragnars Bragasonar. Tannlæknirinn Óskar hefur árum saman reynt að eignast barn með eiginkonu sinni, en hún er ekki öll þar sem hún er séð. Verðbréfasalinn Einar bíður eftir að konan hans taki við honum aftur og Katrín flyst heim frá Svíþjóð eftir átta ára dvöl og reynir að mynda tengsl við son sinn sem móðir hennar hefur alið upp. Myndin er sjálfstætt framhald kvikmyndarinnar Barna. Aðalhlutverk: Ingvar E. Sigurðsson, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Víkingur Kristjánsson og Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 14 ára.
Íslensk heimildarmynd frá 2021 um fjórar konur af erlendum uppruna sem eiga það sameiginlegt að hafa búið á Íslandi í 20 ár. Konurnar eru frá Bosníu, Póllandi, Jamaíku og Tyrklandi og höfðu allar mismunandi ástæður fyrir því að setjast að hér á þessari köldu eyju í norðri. Leikstjóri: Magnea Björk Valdimarsdóttir. Framleiðsla: Kvikmyndafélag Íslands.

Bein útsending frá Íslandsmeistaramóti í sundi í 50 metra laug.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.