Fílalag

Ragnhildur Gísladóttir - Hvað um mig og þig?

Árin upp úr 1980 voru mikið þroskaskeið á Íslandi. Mannlífið var enn færast úr sveit í borg, úr ballöðu-hallærislegheitum í nýbylgju, frá SÍS yfir í Sísí. Ragga Gísla hjálpaði okkur í gegnum þetta, með söng sínum, útgeislun og framtíðarskyggni. Til fílunar er eitt þekktasta lag hennar, Hvað um mig og þig? Tékkheftis-negla úr rassvasa Magnúsar Eiríkssonar sem kom út á plötu Magnúsar Smámyndir árið 1982. Snorri Helgason og Bergur Ebbi greina hér lagið sem aldrei fyrr, kryfja stemningu óðaverðbólguáranna og fíla lokum lagið undir dyggri stjórn Söndru Barilli.

Frumsýnt

10. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Fílalag

Fílalag

Þættir þar sem Snorri Helgason og Bergur Ebbi fjalla um íslensk dægurlög og setja í samhengi við tísku og tíðaranda. Þættirnir eru byggðir á vinsælu hlaðvarpi þeirra sem hóf göngu sína árið 2014.

Þættir

,