Kiljan

Kiljan

Í Kilju vikunnar förum við vestur í Dali. Í dagskrárliðnum Bókum og stöðum skoðum við skáld sem voru í Saurbænum. Steinn Steinarr ólst þar upp, Jóhannes úr Kötlum var þar kennari og þar stundaði Stefán frá Hvítadal búskaparbasl. Við förum einnig á fæðingarstað Steins innst í Ísafjarðardjúpi. Myndlistarkonan Guðrún Kristjánsdóttir dvelur í mikilli náttúrufegurð á Skarðsströnd. Við heimsækjum hana til ræða um bókina Bláleiðir sem fjallar um líf hennar og list og sitthvað fleira. Oddný Eir Ævarsdóttir, dóttir Guðrúnar, er höfundur textans í þessu einstaka bókverki. Ungt skáld frá Akureyri, Sölvi Halldórsson, segir okkur frá nokkuð óhefðbundinni ljóðabók sinni sem nefnist Þegar við vorum hellisbúar. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Þín eru sárin eftir Þórdísi Þúfu, Siddharta eftir Hermann Hesse í þýðingu Haraldar Ólafssonar og Svip brotanna eftir Þóri Óskarsson en bók segir frá skáldinu Bjarna Thorarensen.

Frumsýnt

9. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kiljan

Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.

Þættir

,