Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Þórgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, sagði í dag að henni þætti þátttaka Ísrael í Eurovision óeðlileg. Hefur þetta áhrif á afstöðu RÚV og mun stofnunin beita sér á vettvangi Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri situr fyrir svörum.
Eftir andlát Frans páfa velta margir fyrir sér hvort skref hans í frjálræðisátt verði varanleg. Rætt við Jakob Rolland, kanslara kaþólsku kirkjunnar á Íslandi og Magneu Sverrisdóttur djákna og verkefnastjóra erlendra samskipta hjá Biskupsstofu.