Kiljan

Kiljan

Bókmenntahátíð í Reykjavík er í forgrunni í Kilju vikunnar, en hún hefst á miðvikudag. Við kynnum okkur höfunda sem koma á hátíðina og verk þeirra. Meðal þeirra er franski rithöfundurinn Hervé Le Tellier en bók hans sem heitir L´anomalie fjallar um það hvernig heimurinn fer nánast á hliðina eftir flugvélar lenda í skelfilegri ókyrrð undan ströndum Bandaríkjanna. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson ræðir um nýja ljóðabók sína sem nefnist Spunatíð en líka um bókaforlagið Dimmu sem hann rekur af miklum myndarskap og vandvirkni. Í Bókum og stöðum förum við vestur í Dýrafjörð og þar verða meðal annarra á vegi okkar Gísli Súrsson, Vilborg Davíðsdóttir, Sighvatur Borgfirðingur og Kristín Dahlstedt. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um þrjár bækur: Diplómati deyr eftir Elizu Reid, Kúnstpásu eftir Sæunni Gísladóttur og Millileik eftir Sally Rooney.

Frumsýnt

23. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kiljan

Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.

Þættir

,