20:05
Kiljan
Kiljan
Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.

Bókmenntahátíð í Reykjavík er í forgrunni í Kilju vikunnar, en hún hefst nú á miðvikudag. Við kynnum okkur höfunda sem koma á hátíðina og verk þeirra. Meðal þeirra er franski rithöfundurinn Hervé Le Tellier en bók hans sem heitir L´anomalie fjallar um það hvernig heimurinn fer nánast á hliðina eftir að flugvélar lenda í skelfilegri ókyrrð undan ströndum Bandaríkjanna. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson ræðir um nýja ljóðabók sína sem nefnist Spunatíð en líka um bókaforlagið Dimmu sem hann rekur af miklum myndarskap og vandvirkni. Í Bókum og stöðum förum við vestur í Dýrafjörð og þar verða meðal annarra á vegi okkar Gísli Súrsson, Vilborg Davíðsdóttir, Sighvatur Borgfirðingur og Kristín Dahlstedt. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um þrjár bækur: Diplómati deyr eftir Elizu Reid, Kúnstpásu eftir Sæunni Gísladóttur og Millileik eftir Sally Rooney.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 54 mín.
Dagskrárliður er textaður.
,