Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Þórgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, sagði í dag að henni þætti þátttaka Ísrael í Eurovision óeðlileg. Hefur þetta áhrif á afstöðu RÚV og mun stofnunin beita sér á vettvangi Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri situr fyrir svörum.
Eftir andlát Frans páfa velta margir fyrir sér hvort skref hans í frjálræðisátt verði varanleg. Rætt við Jakob Rolland, kanslara kaþólsku kirkjunnar á Íslandi og Magneu Sverrisdóttur djákna og verkefnastjóra erlendra samskipta hjá Biskupsstofu.
24 stærstu sveitarfélög landsins keppa sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir stýra þættinum. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Spurningakeppni sveitarfélaganna. Í þessum þætti mætast lið Mosfellsbæjar og Snæfellsbæjar. Fyrir Mosfellsbæ keppa Bjarki Bjarnason, Kolfinna Baldvinsdóttir og
Sigurjón M. Egilsson. Fyrir Snæfellsbæ keppa Erla Björk Örnólfsdóttir, Guðrún Lára Pálmadóttir og
Þorkell Sigurmon Símonsson. Umsjónarmenn: Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Spurningahöfundur og dómari: Ólafur B. Guðnason. Aðstoð við dagskrárgerð: Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir. Dagskrárgerð: Helgi Jóhannesson.
Guðjón Friðriksson og Egill Helgason leiða áhorfendur um söguslóðir í Kaupmannahöfn. Borgin við Sundið var um aldaraðir hin eiginlega höfuðborg Íslands. Þangað leituðu Íslendingar til náms, starfa og fræðiiðkana, en Kaupmannahöfn var líka miðstöð verslunar Íslendinga. Við kynnumst Íslandskaupmönnum, stúdentum, sérvitringum, skáldum og stjórnmálamönnum, en líka fólki sem fór til Hafnar að afla sér iðnmenntunar eða einfaldlega til að freista gæfunnar. Víða í borginni leynast sögur af Íslendingum. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
Fjallað er um málfræðinginn Rask, sem var mikill Íslandsvinur, hörmulegan dauða þriggja Íslendinga í Kaupmannahöfn, ólifnaðinn í borginni, vændiskonur og veðmangara, en líka um Íslendinga sem fjölmenntu til Kaupmannahafnar undir lok 19. aldar til að leita sér menntunar.
Íslenskar hljómsveitir og tónlistarmenn flytja ný lög í Stúdíó A í RÚV.
Íslenskar hljómsveitir og tónlistarmenn flytja ný lög í Stúdíó A í RÚV. Í þættinum koma fram Fufanu, Snorri Helgason, Bjössi Thor og Anna Þuríður.
Í tveimur þáttum fetar fornleifafræðingurinn Jonathan Lindström í fótspor frumbyggja Svíþjóðar og veltir vöngum yfir breyttum aðstæðum lands og lýðs.
Í tveimur þáttum fetar fornleifafræðingurinn Jonathan Lindström í fótspor frumbyggja Svíþjóðar og veltir vöngum yfir breyttum aðstæðum lands og lýðs.
Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur fjallar um flest það sem heyrir til garðvinnu og heimsækir skógfræðinga, landslagsarkitekta og fólk sem er lagið við að hugsa um blóm, tré og garða. Dagskrárgerð: Björn Emilsson.
Í þessum þætti heimsækir Gurrý hjónin Maríu Hákonardóttur og Erich Köppel og skoðar hvernig þau hafa búið um garð sinn í Mosfellsbænum, gætir að birkikvisti sem hún klippti síðasta vor og heimsækir Steinar Björgvinsson skógfræðing sem einnig er sérfræðingur í smáfulgum. Að lokum fer Gurrý út í íslenska náttúru og skoðar tágamuru.

Elías er ungur og áhugasamur björgunarbátur. Hann er ósvífinn, fjörugur og mikils metinn í heimabæ sínum. Vinir Elíasar skipta honum öllu máli og leggur hann í hvaða ævintýri sem er til þess að bjarga vinum sínum úr ógöngum.
Gamansamir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það, enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
Eddi strútapabbi verður dauðhræddur þegar eitt barna hans ákveður að gera nokkuð stórkostlegt til að skemmta fjölskyldunni, eins og að labba á loftfimleika-línu þar sem fallið getur verið ansi hátt.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Sífellt fleiri konur fá fæðingarþunglyndi og konur nota kvíða- og þunglyndislyf í auknum mæli á meðgöngu og fyrstu mánuðunum í lífi barnsins. Fæðingarþunglyndi er mjög misjafnt og misalvarlegt. Elín Ásbjarnardóttir heimspekingur er Gestur Kastljós en hún hefur rannsakað líðan kvenna í kjölfar barnsburðar og umbreytingunni sem fylgir því að verða móðir. Við heyrum einnig sögu Hafdísar Evu Árnadóttur sem fékk fæðingarþunglyndi í kjölfar erfiðrar fæðingar eldri dóttur sinnar.
Málverkafalsanir fela í sér fjársvik, skjalafals og brot á höfundaréttalögum. Þessir flóknu glæpir eru leiddir fyrir sjónir almennings á sýningu sem nú stendur yfir í Listasafni Íslands og við heimsækjum í lok þáttar.
Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Bókmenntahátíð í Reykjavík er í forgrunni í Kilju vikunnar, en hún hefst nú á miðvikudag. Við kynnum okkur höfunda sem koma á hátíðina og verk þeirra. Meðal þeirra er franski rithöfundurinn Hervé Le Tellier en bók hans sem heitir L´anomalie fjallar um það hvernig heimurinn fer nánast á hliðina eftir að flugvélar lenda í skelfilegri ókyrrð undan ströndum Bandaríkjanna. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson ræðir um nýja ljóðabók sína sem nefnist Spunatíð en líka um bókaforlagið Dimmu sem hann rekur af miklum myndarskap og vandvirkni. Í Bókum og stöðum förum við vestur í Dýrafjörð og þar verða meðal annarra á vegi okkar Gísli Súrsson, Vilborg Davíðsdóttir, Sighvatur Borgfirðingur og Kristín Dahlstedt. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um þrjár bækur: Diplómati deyr eftir Elizu Reid, Kúnstpásu eftir Sæunni Gísladóttur og Millileik eftir Sally Rooney.
Velskir spennuþættir frá 2022. Blaðakonan Cat Donato snýr aftur á heimaslóðir sínar í Wales í von um að komast að því hvað varð um vinkonu hennar, Elu Roberts, sem hvarf fyrir 18 árum. Aðalhlutverk: Alexandra Roach, Joanna Scanlan og Iwan Rheon. Þættirnir eru ekki vð hæfi barna yngri en 12 ára.

Heimildarmynd frá 2021um feril bandaríska dansarans og danshöfundarins Twylu Tharp sem spannar sex áratugi. Leikstjóri: Steven Cantor.

Sannsöguleg kvikmynd frá 2017 í leikstjórn Michaels Radford. Ítalski söngvarinn Andrea Bocelli var aðeins tólf ára þegar hann varð blindur af völdum alvarlegs augnsjúkdóms. Hann sýndi snemma mikinn áhuga á tónlist og lét ekkert stoppa sig í að elta drauminn um að verða söngvari. Aðalhlutverk: Antonio Banderas, Jordi Mollà og Toby Sebastian.