Aðalsteinn Kjartansson, G. Pétur Matthíasson og Rakel Þorbergsdóttir
Gestir þáttarins eru ýmist fyrrverandi eða núverandi fjölmiðlafólk. Aðalsteinn Kjartansson, varaformaður Blaðamannafélags Íslands og blaðamaður á Heimildinni, G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar og fyrrverandi fréttamaður, og Rakel Þorbergsdóttir, samskiptaráðgjafi hjá NATÓ í Vilníus, og fyrrverandi fréttastjóri RÚV. Rætt er um aðgengismál fjölmiðla að Grindavík og hvernig málum hefur verið háttað í gegn um tíðina, upplýsingaóreiðu í heimsmálunum, stríð og gervigreind. Sunna Valgerðardóttir stýrir þættinum og tæknimaður er Jón Þór Helgason.
Frumflutt
17. feb. 2024
Aðgengilegt til
17. feb. 2025
Vikulokin
Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.