PartyZone: Dansþáttur þjóðarinnar

Árslisti og dansannáll PartyZone fyrir árið 2023 - Seinni hluti

Seinni hluti árslista Partyzone 2023: Topp 20 lög danstónlistarinnar fyrir árið sem leið í þætti á Rás 2.

Árslisti og dansannáll PartyZone fyrir árið 2023. Plötusnúðarnir, hlustendur og þáttastjórnendur kjósa bestu lög danstónlistarinnar. Útkoman er árslisti PartyZone 2023.

Í árlegum viðhafnarþætti kynnum við Topp 50 ásamt því stikla á því helsta sem gerðist í danstónlistinni. Rúmlega fjögurra tíma dansveisla í tveimur hlutum, fyrri hlutinn er hlaðvarp þar sem við förum yfir neðri hluta listans, tuttugu efstu sætin verða síðan

opinberuð og spiluð í seinni hlutanum á Rás 2.

Þess geta þetta er í 34. sinn sem árslisti PartyZone er kynntur.

Frumflutt

20. jan. 2024

Aðgengilegt til

19. jan. 2025
PartyZone:  Dansþáttur þjóðarinnar

PartyZone: Dansþáttur þjóðarinnar

PartyZone - Dansþáttur þjóðarinnar frá 1990 - Við grúskum í og spilum alla heitustu danstónlistina í dag í bland við dansbombur fortíðar í dagskrárliðnum múmía kvölsins.

Sem fyrr eru plötusnúðar þungamiðja þáttarins og munu helstu plötusnúðarnir koma í heimsókn og taka DJ sett. Mánaðarlega kynnum við Topp 30 PartyZone listann valinn af plötusnúðunum. Við segjum fréttir af íslensku danssenunni og gefum íslenskri danstónlist sérstakan sess í þessari endurkomu PZ í línulega dagskrá á Rás 2.

Umsjón: Helgi Már Bjarnason og Kristján Helgi Stefánsson.

Þættir

,