Litla flugan

Þáttur 24 af 26

Litla flugan leikur nokkur lög eftir Jón Múla Árnason og texta bróður hans Jónasar Árnasonar. Söngvarar eru Steindór Hjörleifsson og Kristín Anna Þórarinsdóttir, Ragnar Bjarnason og Elly Vilhjálms. Rykið er dustað af segulbandi úr safni útvarpsins þar sem Hljómsveit Karls Lilliendahl flytur eitt lag og einnig lag með Sigríði Ellu Magnúsdóttur. Ennfremur hljóma lög í flutningi Helenu Eyjólfsdóttur, Gretti Björnssyni og Reyni Jónassyni.

Frumflutt

26. júlí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Litla flugan

Litla flugan

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.

Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.

Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.

Þættir

,