Litla flugan

Þáttur 19 af 26

Litla flugan leikur bossa nova tónlist með hljómsveit Stan Getz og fleiri flytjendum. Þar á meðal eru lög með hjónunum Joao Gilberto og Astrud Gilberto en hún varð heimsfræg þegar hún söng í fyrsta sinn inn á hljómplötu. Einnig lög með hljómsveit Stan Getz þar sem Charlie Byrd leikur á gítarinn, bossanovalög eftir Luiz Bonfa og Antonio Carlos Jobim og Elly Vilhjálms syngur lagið Um þig. Lokalagið flytur píanóleikarinn Oscar Peterson ásamt hljómsveit sinni.

Frumflutt

21. júní 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Litla flugan

Litla flugan

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.

Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.

Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.

Þættir

,