Í boði náttúrunnar

Ferskt grænmeti beint úr sveitinni

Í þessum þætti munu þáttastjórnendur heimsækja nokkra aðila sem eru selja ferskt grænmeti beint úr sveitinni. Markaðurinn í Mosfellsdal er orðinn mörgum kunnugur fyrir skemmtilega stemningu og gott hráefni. Bændur í bænum kallast lífrænn bændamarkaður í Nethil og svo er bændamarkaður Frú Laugu með vörur frá bændum heimsóttur. Síðan liggur leiðin austur fyrir fjall, eða Austur-Meðalholtum í Fróa. En þar hefur Hannes Lárusson myndlistarmaður og kona hanns Kristín Magnúsdóttir staðið í ströngu s.l. 5 ár við byggja upp fræðslusetur í kringum íslenska torfbæinn, en þau leggja sérstaka áherslu á varðveita og kynna þessa einstöku íslensku byggingatækni sem er óhætt segja öllu leiti - í boði náttúrunnar.

Frumflutt

24. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Í boði náttúrunnar

Í boði náttúrunnar

Þátturinn Í boði náttúrunnar hefur göngu sína annað sumarið í röð, en í fyrra byrjuðu þau hjónakorn, Guðbjörg Gissurardóttir og Jón Árnason rækta sitt eigið lífræna grænmeti. Þau höfðu þá enga reynslu, hugmynd um hvernig þau ættu koma slíku verki í framkvæmd. En til afla sér þekkingar fóru þau á stúfana og hittu sérfræðinga og vana leikmenn á því sviði og fengu ráðleggingar og hugmyndir sem skiluðu þeim ágætis uppskeru í lok sumars. þegar þau hafa tekið sín fyrstu skref í matjurtaræktinni halda þau ótrauð áfram, full metnaðar og ætla afla sér enn frekari reynslu og þekkingar á matjurtaræktinni og frekari sjálfbærni.

Í Boði náttúrunnar fjallar um ferðalag þeirra hjóna og verður hlustendum vonandi hvatning til rækta sitt eigið grænmeti eða innblástur til enn frekari afreka í garðinum. (Áður á dagskrá 2010)

Þættir

,