Í boði náttúrunnar

Þróun heimilisgarðsins og ullarlitun

Í þættinum munu Jón og Guðbjörg fara út fyrir bæjarmörkin og heimsækja tvo kennara við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri, þær Helenu Guttormsdóttur sem ræðir um stöðu og þróun heimilisgarðsins og Guðrúnu Bjarnadóttur sem litar ull úr villtum íslenskum jurtum og er nýfarin selja hespurnar sínar í ullarsetrinu á Hvanneyri. Þá verður Hraundís Guðmundssdóttir á Rauðsgili sótt heim. Hraundís ræktar vallhumal á eins hektara landi, en það er stórmerkileg lækningajurt sem hún selur meðal annars til smysl- og tegerðar.

Frumflutt

20. júlí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Í boði náttúrunnar

Í boði náttúrunnar

Þátturinn Í boði náttúrunnar hefur göngu sína annað sumarið í röð, en í fyrra byrjuðu þau hjónakorn, Guðbjörg Gissurardóttir og Jón Árnason rækta sitt eigið lífræna grænmeti. Þau höfðu þá enga reynslu, hugmynd um hvernig þau ættu koma slíku verki í framkvæmd. En til afla sér þekkingar fóru þau á stúfana og hittu sérfræðinga og vana leikmenn á því sviði og fengu ráðleggingar og hugmyndir sem skiluðu þeim ágætis uppskeru í lok sumars. þegar þau hafa tekið sín fyrstu skref í matjurtaræktinni halda þau ótrauð áfram, full metnaðar og ætla afla sér enn frekari reynslu og þekkingar á matjurtaræktinni og frekari sjálfbærni.

Í Boði náttúrunnar fjallar um ferðalag þeirra hjóna og verður hlustendum vonandi hvatning til rækta sitt eigið grænmeti eða innblástur til enn frekari afreka í garðinum. (Áður á dagskrá 2010)

Þættir

,