Í boði náttúrunnar

Býflugnarækt

Í þessum þætti heimsækja Jón og Guðbjörg lækninn og býflugnaræktandann Egil R. Sigurgeirsson til fræðast um býflugnarækt og skoða um leið blómlegan og fjölbreyttan matjurtagarðinn, en Egill hefur ræktað matjurtir og býflugur undanfarin 10 ár við heimli sitt við Elliðvatn. Segja Egill einn helsti brauðryðjandi býflugnaræktunnar á Íslandi, hann er stofnandi og formaður Býflugnaræktendafélags Íslands og munum þáttastjórnendur eiga skemmtilegt spjall um þessi einstöku skordýr, sem ásamt ánamaðkinum er líklega dyggustu stuðningsmenn matjurtaræktandans. Einnig verður rætt við Þorstein Sigmundsson bónda og býflugnaræktanda Elliðhvammi, sem var í heimsókn hjá Agli ásamt syni sínum Sigmundi og Vigdísi, eiginkonu hans, en þau hjónin hófu býflugnarækt s.l. sumar með góðum árangri. Eftir hafa fræðst um líf og störf býflugunnar og hvernig hægt er gerast býflugnaræktandi mun Egill fara með þáttastjórnendur í gegnum matjurtagarðinn sinn þar sem Jón fellur m.a. kylliflatur fyrir Pak Choi salati.

Frumflutt

27. júlí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Í boði náttúrunnar

Í boði náttúrunnar

Þátturinn Í boði náttúrunnar hefur göngu sína annað sumarið í röð, en í fyrra byrjuðu þau hjónakorn, Guðbjörg Gissurardóttir og Jón Árnason rækta sitt eigið lífræna grænmeti. Þau höfðu þá enga reynslu, hugmynd um hvernig þau ættu koma slíku verki í framkvæmd. En til afla sér þekkingar fóru þau á stúfana og hittu sérfræðinga og vana leikmenn á því sviði og fengu ráðleggingar og hugmyndir sem skiluðu þeim ágætis uppskeru í lok sumars. þegar þau hafa tekið sín fyrstu skref í matjurtaræktinni halda þau ótrauð áfram, full metnaðar og ætla afla sér enn frekari reynslu og þekkingar á matjurtaræktinni og frekari sjálfbærni.

Í Boði náttúrunnar fjallar um ferðalag þeirra hjóna og verður hlustendum vonandi hvatning til rækta sitt eigið grænmeti eða innblástur til enn frekari afreka í garðinum. (Áður á dagskrá 2010)

Þættir

,