Í boði náttúrunnar

Ellefti þáttur: Berjarunnar, berjavinir, sultur og sultukeppni

Þessi þáttur verður helgaður berjum, bæði þeim sem allir geta týnt í villtri náttúrunni og þeim sem vaxa á berjarunnum. Jón Guðmundsson garðyrkjufræðingur fer yfir nokkrar spennandi tegundir berjarunna sem hægt er rækta í görðum og síðan munu þáttastjórnendur heimsækja berjaáhugamennina Þorstein og Konráð Pálmasyni en þeir halda úti vefsíðunni berjavinir.com. Sultugerðafólk mun segja frá uppáhalds sultunni sinni og gefa góð ráð varðandi sultugerð. lokum verður rætt við Dísu Anderiman sem sér um hina árlegu sultukeppni sem haldin verður næstu helgi á grænmetismarkaðnum í Mosfellsdal og rætt við Guðrún Ögmundsdóttir fyrrum þingmann og sigurvegara sultukeppninnar 2008.

Frumflutt

18. ágúst 2024

Aðgengilegt til

19. ágúst 2025
Í boði náttúrunnar

Í boði náttúrunnar

Þátturinn Í boði náttúrunnar hefur göngu sína annað sumarið í röð, en í fyrra byrjuðu þau hjónakorn, Guðbjörg Gissurardóttir og Jón Árnason rækta sitt eigið lífræna grænmeti. Þau höfðu þá enga reynslu, hugmynd um hvernig þau ættu koma slíku verki í framkvæmd. En til afla sér þekkingar fóru þau á stúfana og hittu sérfræðinga og vana leikmenn á því sviði og fengu ráðleggingar og hugmyndir sem skiluðu þeim ágætis uppskeru í lok sumars. þegar þau hafa tekið sín fyrstu skref í matjurtaræktinni halda þau ótrauð áfram, full metnaðar og ætla afla sér enn frekari reynslu og þekkingar á matjurtaræktinni og frekari sjálfbærni.

Í Boði náttúrunnar fjallar um ferðalag þeirra hjóna og verður hlustendum vonandi hvatning til rækta sitt eigið grænmeti eða innblástur til enn frekari afreka í garðinum. (Áður á dagskrá 2010)

Þættir

,