Í boði náttúrunnar

Níundi þáttur: Fjölbreyttar og framandi matjurtir

Í þessum þætti munu þáttastjórnendur heimsækja fólk sem er rækta fjölbreyttar og framandi matjurtir í sínum görðum, en við mjög ólíkar aðstæður. Tilvalið efni fyrir þá sem vilja hugmyndir fyrir næsta vor. Þau byrja þáttinn hjá Jóni Guðmundssyni, garðyrkjufræðingi en hann er rækta ótrúlegustu tegundir í garðinum sínum niður við sjó. Dagný E. Lárusdótttur og maðurinn hennar Jón Á. Ágústsson gerðu upp 400 fm gróðurhús og bjuggu til innigarð fyrir fjölsylduna þar sem þau rækta m.a. banana, appelsínur og plómur. Haraldur Tómasson, læknir og konan hans Inga Guðmundsdóttir hafa sameinað tré, blóm og matjurtir í garðinum sínum á mjög skemmtilegan hátt. Haraldur er einnig mikill áhugamaður um söfnun fræa og hefur hann ferðast til framandi landa og tínt fræ sem hann gróðursetur m.a. í garðinum sínum. Í lok þáttarins verður rætt við Ásu Margréti Ásgrímsdóttur en hún mun fræða hlustendur um sveppatínslu, matreiðslu sveppa og geymslu þeirra.

Frumflutt

4. ágúst 2024

Aðgengilegt til

5. ágúst 2025
Í boði náttúrunnar

Í boði náttúrunnar

Þátturinn Í boði náttúrunnar hefur göngu sína annað sumarið í röð, en í fyrra byrjuðu þau hjónakorn, Guðbjörg Gissurardóttir og Jón Árnason rækta sitt eigið lífræna grænmeti. Þau höfðu þá enga reynslu, hugmynd um hvernig þau ættu koma slíku verki í framkvæmd. En til afla sér þekkingar fóru þau á stúfana og hittu sérfræðinga og vana leikmenn á því sviði og fengu ráðleggingar og hugmyndir sem skiluðu þeim ágætis uppskeru í lok sumars. þegar þau hafa tekið sín fyrstu skref í matjurtaræktinni halda þau ótrauð áfram, full metnaðar og ætla afla sér enn frekari reynslu og þekkingar á matjurtaræktinni og frekari sjálfbærni.

Í Boði náttúrunnar fjallar um ferðalag þeirra hjóna og verður hlustendum vonandi hvatning til rækta sitt eigið grænmeti eða innblástur til enn frekari afreka í garðinum. (Áður á dagskrá 2010)

Þættir

,