Í boði náttúrunnar

Tíundi þáttur: Óvenjulegar hliðar á matjurtaræktinni.

Í þessum þætti munu þáttastjórnendur skoða óvenjulegar hliðar á matjurtaræktinni. Guðfinnur Jakobsson mun útskýra hvað fellst í lífefldri ræktun. En hann ásamt konu sinni Atie Bakker hafa stundað slíka ræktun í Skaftholti í Gnúpverjahreppi í hátt í 29 ár. Sólveig Eiríksdóttir eða Solla eins og flestir kalla hana hefur neytt hráfæðis um langt skeið. Hún mun útskýra þá hugmyndafræði og hvernig nýta meigi grænmetið í garðinum til efla líkamlega heilsu. Í lok þáttarinns verður Erla Stefánsdóttir heimsótt, en hún er þekkt fyrir sjá álfa, huldufólk og aðrar verur í náttúrunni. Hún svarar því hvort það leynist eitthvað annað og meira en bara grænmeti í matjurtagörðum fólks.

Frumflutt

11. ágúst 2024

Aðgengilegt til

12. ágúst 2025
Í boði náttúrunnar

Í boði náttúrunnar

Þátturinn Í boði náttúrunnar hefur göngu sína annað sumarið í röð, en í fyrra byrjuðu þau hjónakorn, Guðbjörg Gissurardóttir og Jón Árnason rækta sitt eigið lífræna grænmeti. Þau höfðu þá enga reynslu, hugmynd um hvernig þau ættu koma slíku verki í framkvæmd. En til afla sér þekkingar fóru þau á stúfana og hittu sérfræðinga og vana leikmenn á því sviði og fengu ráðleggingar og hugmyndir sem skiluðu þeim ágætis uppskeru í lok sumars. þegar þau hafa tekið sín fyrstu skref í matjurtaræktinni halda þau ótrauð áfram, full metnaðar og ætla afla sér enn frekari reynslu og þekkingar á matjurtaræktinni og frekari sjálfbærni.

Í Boði náttúrunnar fjallar um ferðalag þeirra hjóna og verður hlustendum vonandi hvatning til rækta sitt eigið grænmeti eða innblástur til enn frekari afreka í garðinum. (Áður á dagskrá 2010)

Þættir

,