16:05
Gleði- og friðarjól

Uppáhalds útvarpsþáttur margra árum saman var Þáttur Guðna Más Henningssonar þar sem hann sagði jólasögur og spilaði músík á aðfangdag frá klukkan fjögur og til jóla. Guðni Már er ekki lengur með okkur en við á Rás 2 reynum að halda uppi hans merki.

Á aðfangadag kl. 16.05 er þátturinn Gleði og friðarjól þar sem Ólafur Páll Gunnarsson heldur utan um en allskyns gott fólk sendir okkur jólasögur, hugvekjur og jólapistla.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 55 mín.
,