11:03
Mannlegi þátturinn
Þorgerður Katrín aðfangadagsgestur og sósumatarspjall

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar var gestur okkar þennan aðfangadagsmorgun. Við töluðum þó ekki við hana um stjórnmál í dag, þess í stað töluðum við um jólin og hátíðirnar. Við rifjuðum upp jólahald á hennar æskuheimili, jólahefðirnar og jólamatinn og hvað af því hún tók með sér í jólahaldið með eiginmanni og börnum. Þorgerður og fjölskylda bjuggu til dæmis erlendis í mörg ár og héldu jólin nokkrum sinnum erlendis. Svo var ekki hægt að komast hjá því að ræða um handbolta, enda er hann fyrirferðamikill á heimili þeirra og framundan er evrópumeistaramót landsliða þar sem sonur hennar Gísli Þorgeir verður í eldlínunni. Jól, matur og handbolti með Þorgerði Katrínu í dag.

Og svo ákváðum við að hafa matarspjallið í dag þar sem það verður ekki þáttur á föstudaginn og maturinn er auðvitað ómissandi hluti af jólunum og þá ekki síst sósurnar. Í dag voru það sem sagt aðallega sósur sem áttu sviðið í matarspjallinu með Sigurlaugu Margréti.

Tónlist í þættinum í dag:

Yfir fannhvíta jörð / Pálmi Gunnars (Miller & Wells, texti Ólafur Gaukur Þórhallsson)

Notalegt / Sigurður Guðmundsson og Sigríður Thorlacius (Sigurður Guðmundsson)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
,